Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2014 07:00 Ef skoðanakannanir gefa rétta vísbendingu á Dögun í Reykjavík á brattann að sækja í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ljóst er þó að talsverður fjöldi íhugar að styðja okkur og á framboðsfundum þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna málstað okkar hefur fulltrúum Dögunar almennt verið mjög vel tekið. Það á til dæmis við um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem skipulagsmál brenna á íbúum. Undirritaður kom þar á framfæri þeirri stefnu Dögunar að íbúarnir eigi rétt á því að byggðin verði fullfrágengin á borð við önnur hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég áherslur okkar í þessu efni. Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli hafi verið vel sóttur jafnast fjöldinn ekki á við allt það fólk sem fær Fréttablaðið inn um lúguna á morgni hverjum. Sl. fimmtudag kynnti blaðið afstöðu oddvita framboðanna í Reykjavík til skipulagsmála í Úlfarsfelli – allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar í Reykjavík. Afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga. Ég get mér þess til, að Fréttablaðið réttlæti afstöðu sína með vísan til þess að Dögun í Reykjavík mælist enn lágt í skoðanakönnunum. Þar er þó um hálfsannleik að ræða því fréttamenn blaðsins hafa nánast aldrei gefið lesendum kost á að kynnast framboðinu og stefnumálum þess á síðum Fréttablaðsins! Að því er virðist hafa fulltrúar framboðsins verið kerfisbundið sniðgengnir í þessum ágæta fjölmiðli. Enn eru nokkrir dagar til kosninga og sagan kennir að fylgi getur hæglega flust til á skömmum tíma. Mér finnst mikilvægt að áherslur og baráttumál allra framboða fái sanngjarna og góða umfjöllun í útbreiddustu fjölmiðlum landsins – hvort sem um er að ræða afstöðu til leikskólamála, lýðræðismála, húsnæðismála, innflytjenda, flugvallarins, gjaldskrármála eða annars sem á kjósendum brennur. Kjósendur eiga rétt á því. Ef Dögun í Reykjavík er látin njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér að fullyrða að allt getur gerst. Því segi ég: Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ef skoðanakannanir gefa rétta vísbendingu á Dögun í Reykjavík á brattann að sækja í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Ljóst er þó að talsverður fjöldi íhugar að styðja okkur og á framboðsfundum þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynna málstað okkar hefur fulltrúum Dögunar almennt verið mjög vel tekið. Það á til dæmis við um íbúafund í Úlfarsfelli þar sem skipulagsmál brenna á íbúum. Undirritaður kom þar á framfæri þeirri stefnu Dögunar að íbúarnir eigi rétt á því að byggðin verði fullfrágengin á borð við önnur hverfi Reykjavíkur. Útlistaði ég áherslur okkar í þessu efni. Þótt íbúafundurinn í Úlfarsfelli hafi verið vel sóttur jafnast fjöldinn ekki á við allt það fólk sem fær Fréttablaðið inn um lúguna á morgni hverjum. Sl. fimmtudag kynnti blaðið afstöðu oddvita framboðanna í Reykjavík til skipulagsmála í Úlfarsfelli – allra nema Alþýðufylkingarinnar og Dögunar í Reykjavík. Afstaða fjölmiðla getur skipt sköpum fyrir framboð til kosninga. Ég get mér þess til, að Fréttablaðið réttlæti afstöðu sína með vísan til þess að Dögun í Reykjavík mælist enn lágt í skoðanakönnunum. Þar er þó um hálfsannleik að ræða því fréttamenn blaðsins hafa nánast aldrei gefið lesendum kost á að kynnast framboðinu og stefnumálum þess á síðum Fréttablaðsins! Að því er virðist hafa fulltrúar framboðsins verið kerfisbundið sniðgengnir í þessum ágæta fjölmiðli. Enn eru nokkrir dagar til kosninga og sagan kennir að fylgi getur hæglega flust til á skömmum tíma. Mér finnst mikilvægt að áherslur og baráttumál allra framboða fái sanngjarna og góða umfjöllun í útbreiddustu fjölmiðlum landsins – hvort sem um er að ræða afstöðu til leikskólamála, lýðræðismála, húsnæðismála, innflytjenda, flugvallarins, gjaldskrármála eða annars sem á kjósendum brennur. Kjósendur eiga rétt á því. Ef Dögun í Reykjavík er látin njóta sannmælis í fjölmiðlum, þá leyfi ég mér að fullyrða að allt getur gerst. Því segi ég: Ekki afskrifa Dögun í Reykjavík!
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun