Markmiðið er að taka næsta skref Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2014 07:00 Kolbeinn Sigþórsson Fréttablaðið/Daníel „Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn. Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
„Það er aldrei gaman að tapa þannig að það var fínt fyrir liðið að ná jafntefli. Við gátum stolið þessu í lokins en við áttum ekki skilið að vinna,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið, rétt áður en hann skokkar út á æfingu liðsins í Þorlákshöfn í gær. Kolbeinn og strákarnir okkar mæta Eistum klukkan 19.15 á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta æfingaleik liðsins fyrir átökin í undankeppni EM 2016 sem hefst í haust. „Þessi lið eru svipuð að styrkleika og sum þeirra sem eru í riðlinum. En við einbeitum okkur að okkar leik. Við erum að byggja upp okkar leik og vonandi skilar það sér eftir tvo til þrjá mánuði þegar undankeppnin hefst,“ segir hann.Ajax vill greiðslu Kolbeinn varð Hollandsmeistari með stórliði Ajax þriðja árið í röð á nýliðnu tímabili. Svo virðist þó sem tíma hans í Amsterdam sé lokið og má fastlega búast við að hann finni sér nýtt lið í sumar. „Staða mín er augljós. Ég á eitt ár eftir af samningnum og bæði ég og Ajax viljum fá eitthvað fyrir mig. Það er í boði, fyrst ég á eitt ár eftir, að vera áfram og spila minna. Hugmyndafræði Ajax er þannig að það vill fá eitthvað fyrir mennina sem það kaupir,“ segir Kolbeinn, sem er líka tilbúinn að prófa eitthvað nýtt. „Ég er búinn að vera sjö ár í Hollandi og það hefur verið markmið frekar lengi að taka næsta skref. Ef eitthvað spennandi kemur upp í sumar þá mun ég klárlega skoða það,“ segir hann. En er stefnan sett eitthvert ákveðið? „Ég er opinn fyrir þessum helstu deildum Evrópu; Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Ef það koma tilboð frá liðum sem heilla mun ég skoða það en það er ekkert að gerast núna,“ segir Kolbeinn.Meiðslin tafið fyrir Kolbeinn var mikið meiddur fyrstu tvö tímabilin hjá Ajax en skilaði marki í öðrum hverjum leik (14 leikir, sjö mörk bæði tímabilin). Í heildina spilaði Kolbeinn 30 leiki í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og skoraði tíu mörk. Hann var ekki alltaf í byrjunarliðinu og kom inn á tíu sinnum sem varamaður. „Þjálfarinn var að prófa eitthvað nýtt. Ég var heldur ekkert alltaf frammi heldur á kantinum. Maður fékk ekkert alltaf að vera í sinni stöðu. En ég er búinn að verða hollenskur meistari þrisvar sinnum og er ánægður með það. Það voru bara þessi meiðsli sem settu strik í reikninginn og töfðu kannski fyrir mér,“ segir Kolbeinn sem segir það gott að vera að skora áfram með landsliðinu upp á framhaldið. „Ég er mjög sáttur í landsliðinu þar sem ég er að skora í hverjum leik. Ég er ánægður með hvernig strákarnir eru að spila upp á mig. Það er eitthvað sem ég hef ekki verið ánægður með úti. Þessi mörk telja og það er fínt að vera að skora með landsliðinu. Glugginn er opinn núna þannig að allt getur gerst,“ segir Kolbeinn.
Íslenski boltinn Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira