"Okkur er ætlað stórt hlutverk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2014 07:00 Martin var kjörinn besti leikmaður síðasta árs. Fréttablaðið/Valli Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leikmaður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spennandi,“ segir Martin sem fór gjörsamlega á kostum með KR á síðustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heimaleikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skotbakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbakvörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekkert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spilað körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðsverkefnin í ágúst.- tom Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Það verður ekki einn íslenskur bakvörður í liði Long Island-háskólans í efstu deild bandaríska háskólakörfuboltans á næsta ári heldur tveir bakverðir. Martin Hermannsson, besti leikmaður Dominos-deildar karla á síðasta tímabili, er búinn að gera munnlegt samkomulag við skólann og mun spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má Friðrikssyni næsta vetur. „Þetta kom fljótt upp því þeir áttu aukaskólastyrk. Við Elvar fáum íbúð saman, sem er ekki algengt fyrir leikmenn á fyrsta ári. Þetta er alveg mjög spennandi,“ segir Martin sem fór gjörsamlega á kostum með KR á síðustu leiktíð rétt eins og Elvar hjá Njarðvík. Long Island-skólinn spilar í sterkri deild og helmingur heimaleikja þeirra fer fram í Brooklyn Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn nets. Liðið hefur komist í NCAA-mótið á þremur af síðustu fjórum árum þannig að íslensku strákarnir eru að fara í alvöruna. „Körfuboltinn þarna hentar okkur vel. Það er evrópskur stíll yfir þessu; mikið um „pick and roll“ og svona. Þeir ætla okkur líka stórt hlutverk á næsta ári,“ segir Martin sem er hugsaður sem skotbakvörður en Elvar Már á að spila sem leikstjórnandi. „Mér líður betur sem skotbakvörður en það skemmir ekkert fyrir að geta spilað ásinn líka. Það er mjög sjaldgæft að vera með tvo svona menn í þessum stöðum. Þetta gefur mér líka færi á fleiri mínútum,“ segir Martin. KR-ingurinn ungi var ákveðinn að fara út eftir leiktíðina en hvort skóli yrði fyrir valinu var ekki ákveðið. „Ég er búinn að tala við marga góða menn og þeir sögðu mér allir að prófa skólann. Maður tapar ekkert á því að fá 15 milljóna króna nám borgað fyrir sig og geta spilað körfubolta með því. Þetta opnar margar dyr, bæði í boltanum og lífinu eftir körfuboltann,“ segir Martin Hermannsson. Martin fer út 1. september og býst við að vera klár í landsliðsverkefnin í ágúst.- tom
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Fleiri fréttir KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Valur - Grindavík | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira