Rannsaka hvernig veruleikinn brenglast Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. júní 2014 11:30 Sextán elskendur Aðsend mynd „Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Í grunninn erum við að rannsaka það hvernig við sviðsetjum okkur sjálf – og við gerum það á hverjum degi. Við tölum ekki eins við alla – við tölum öðruvísi við besta vin okkur en ömmu okkar,“ segir Hlynur Páll Pálsson, einn meðlima sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur. „Og þessi sviðsetning er alls staðar, í netheimum, á Facebook og á Twitter erum við alltaf að búa til einhvern veruleika og reyna að fá á því staðfestingu að við séum til inni á þessum stöðum. Ef maður fær hundrað læk þá er maður að gera eitthvað rétt – en það er vert að taka fram að sýningin er alls ekki um samfélagsmiðla,“ útskýrir Hlynur og hlær. „Þetta er meira um það að landslagið er breytt – í því hvernig við sviðsetjum okkur. Um leið erum við líka að rannsaka það hvernig veruleikinn er að brenglast. Hvað er raunverulegt? Þetta á ekki bara við um internetið, líka raunveruleikasjónvarp, þætti eins og Innlit/Útlit eða í sviðslistum þar sem listafólk er að sviðsetja raunverulegar sögur í síauknum mæli, til dæmis sýningar á borð við Tengdó og Harmsögu.“ Hlynur bætir við að þessar pælingar hafi verið hvatinn að sýningunni, en segir hópinn ekki ganga út frá neinu ákveðnu. „Þetta er rannsókn.“ Hópurinn kemur til með að frumsýna í mars á næsta ári, en þangað til stendur hann í ströngu við undirbúningsvinnu. „Í fyrstu vinnubúðunum töluðum við alltof mikið. Þannig að í þeim næstu höfum við heitið því að vinnan fari fram á gólfinu svo það komi nú eitthvað út úr þessu,“ segir Hlynur og hlær. Sextán elskendur er óhefðbundinn sviðslistahópur að því leytinu til að þau starfa eftir flötum strúktúr, þar sem enginn einn er listrænn stjórnandi. „Við ætlum reyndar aðeins að breyta til í ár og erum búin að ætla honum Karli Ágústi að verða leikstjóri hópsins, en verkið byggist að miklu leyti á mastersritgerð Kalla úr Listaháskólanum í Berlín. Það er líka gott að hafa leikstjóra því þá er minni ábyrgð á herðum hinna elskendanna,“ bætir Hlynur við, léttur í bragði. 16 elskendur eru Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Friðgeir Einarsson, Gunnar Karel Másson, Hlynur Páll Pálsson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Saga Sigurðardóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira