Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins Brjánn Jónasson skrifar 30. júní 2014 00:01 Íraskir hermenn halda á lofti herteknum fána ISIS um 60 kílómetra norður af Bagdad. Fréttablaðið/AP Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borginni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirnar í Tíkrit hefðu verið skipulagðar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stiginu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernaðarráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri. Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Stjórnarherinn í Írak hélt í gær áfram stórsókn í átt að borginni Tíkrit sem hófst á laugardag. Hart var barist um borgina í gær, en í gærkvöldi voru vígamenn ISIS-hryðjuverkasamtakanna enn við stjórn í borginni. ISIS tóku Tíkrit þann 11. júní, en borgin er fæðingarborg Saddams Hussein heitins, einræðisherra landsins. Íbúar borgarinnar eru flestir súnnítar, eins og vígamenn ISIS, og hafa verið óánægðir með stjórn Nuris al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sem er sjíti. Herþyrlur og skriðdrekar tóku þátt í sókn stjórnarhersins, en bandarískir ráðgjafar tóku þátt í að skipuleggja hana. Vígamenn ISIS hrundu árás stjórnarhersins á laugardag, en harðir bardagar stóðu yfir í allan dag í gær. Qassim al-Moussawi, talsmaður hersins, sagði í gær að aðgerðirnar í Tíkrit hefðu verið skipulagðar í nokkrum skrefum, og að þær hefðu gengið samkvæmt áætlun. „Öryggissveitirnar hafa náð á sitt vald að mestu þeim svæðum sem skilgreind voru í fyrsta stiginu, svo við höfum náð árangri,“ sagði al-Moussawi. „Nú er bara tímaspursmál hvenær við náum fullri stjórn á borginni.“ Bandarísk stjórnvöld hafa sent til Íraks 180 af þeim 300 hernaðarráðgjöfum sem tilkynnt hefur verið að eigi að senda til landsins. Þá hafa bandarískar herþotur og ómönnuð flugför verið notuð til að fylgjast með ferðum vígamanna ISIS á jörðu niðri.
Mið-Austurlönd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira