Hefðum getað verið með betra lið og breiðari hóp fyrir sama pening Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 06:00 Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Vísir/Vilhelm „Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Sjá meira
„Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Sjá meira
Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45