Hef stefnt að þessu undanfarin tvö ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 Sigurbergur hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár. Fréttablaðið/Vilhelm Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni. Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Stórskyttan Sigurbergur Sveinsson snýr aftur í atvinnumennsku næsta haust eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við HC Erlangen um helgina. Sigurbergur sem hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár þarf því að rifja upp þýskukunnáttuna en hann lék áður fyrr með Hannover-Burgdorf og Rheiland í Þýskalandi og Basel í Sviss. „Þýskan er ekkert sérstök en ég ætla mér að læra hana í þetta skiptið. Það gerir dvölina miklu betri að geta talað tungumálið. Það hjálpar manni að aðlagast,“ sagði Sigurbergur.Eins árs samningur Sigurbergur skrifaði undir eins árs samning hjá Erlangen en félagið leikur í fyrsta sinn í efstu deild í þýska handboltanum. Það verður önnur barátta en Sigurbergur þekkir en hann hefur leikið með Haukum undanfarin tvö ár sem hafa barist um alla titla sem í boði voru. „Ég er búinn að stefna að því allt frá því ég kom heim að fara aftur út og ég er búinn að vera að vinna í þessu í smátíma núna. Vonandi eru góð ár framundan en aðalatriðið er að haldast heill næstu árin. Þetta var alltaf markmiðið, ég hafði metnað fyrir því að komast aftur út í atvinnumennsku. Mig langar að sjá hvert ég get náð í handboltanum, það var ástæðan fyrir því að ég gerði aðeins eins árs samning,“ sagði Sigurbergur sem vildi aðeins eins árs samning. „Þeir buðu mér tveggja ára samning en ég ætla að gefa allt sem ég á í þetta eina ár og sjá hvar við stöndum eftir það. Ég hafði gott af því að koma heim á sínum tíma og ég hef verið heppinn með þjálfara. Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson eru búnir að hjálpa mér mikið og gera mig að betri leikmanni,“ sagði Sigurbergur sem ætlar aðeins að einbeita sér að handboltanum og sjá hvernig staðan verður eftir eitt ár. „Félagið er að leika í fyrsta sinn í efstu deild og það er búin að vera gríðarlega mikil uppbygging síðustu ár. Ég hreifst af umgjörðinni þarna, það er vel staðið að öllu og það verður eflaust mikil stemning þegar liðið leikur í fyrsta sinn í efstu deild. Ég mun keppa við ungan strák um stöðu og fæ vonandi að spila töluvert sem ætti að gera mig að betri leikmanni.“Blendnar tilfinningar Patrekur Jóhannesson, þjálfari Sigurbergs hjá Haukum, viðurkenndi að það væri skrýtin tilfinning að sjá á eftir Sigurbergi. „Það eru vissulega blendnar tilfinningar. Annars vegar er þetta frábært fyrir hann og fyrir félagið að við séum að framleiða atvinnumenn en við erum auðvitað að missa góðan leikmann,“ sagði Patrekur sem hefur fulla trú á að Sigurbergur muni standa sig vel í Þýskalandi. „Ég held að hann sé betur í stakk búinn að takast á við þetta og það var einfaldlega kominn tími á þetta. Þegar menn eru orðnir nógu góðir kemur alltaf áhugi erlendis frá. Markmiðið í Haukum er alltaf að gera leikmennina betri og maður er stoltur af að sjá hann fara út. Hann er öflugur leikmaður og það var mjög gaman að vinna með honum í vetur,“ sagði Patrekur stoltur af sínum manni.
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira