Liggur þungt á mér Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júlí 2014 07:00 Skúli Jón Friðgeirsson biður bara um að fá tækifæri til að sýna hvað í sér býr með Gefle í sænsku úrvalsdeildinni. Fréttablaðið/getty „Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
„Ég hef orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með hvernig þetta hefur þróast,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við Fréttablaðið. Skúli Jón er í láni hjá liðinu frá Elfsborg sem hann gerði fjögurra ára samning við árið 2012. Hann fór til Gefle til að spila en lítið hefur orðið úr því. Sænska deildin er nýkomin úr sumarfríi en Gefle hefur spilað 13 leiki í henni. Skúli hefur komið inn á í einum leik og spilað í heildina 19 mínútur. Tólf sinnum hefur hann verið ónotaður varamaður.Ekki á heimleið „Ég lenti fyrir utan liðið og þjálfarinn er þrjóskur og spilar á sömu mönnunum þrátt fyrir að ekkert gangi,“ segir Skúli Jón, en liðið er í 13. og fjórða neðsta sæti með 12 stig, stigi fyrir ofan fallsvæðið. KR-ingar hafa fylgst grannt með gangi mála hjá Skúla Jóni sem fékk heldur ekkert að spila með Elfsborg í fyrra en þeir þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að varnarmaðurinn öflugi komi heim. „Ég klára tímabilið hérna að minnsta kosti. Þjálfarinn er búinn að lofa mér því að þetta breytist núna. Ég átti að spila um síðustu helgi þegar deildin kom úr sumarfríi en þá var ég veikur. En nú vann liðið þannig ég veit ekki hvað hann gerir fyrst hann hélt alltaf sama liðinu þegar við töpuðum. Ég er bara alltaf að bíða eftir því að fá minn leik,“ segir Skúli Jón.Kom til að spila Skúli Jón var fyrir utan hóp hjá Elfsborg nánast allt tímabilið í fyrra. Hann fór til Gefle í einum tilgangi: Að spila fótbolta. „Ég gekk út frá því að ég væri að fara að spila. Þess vegna kom ég nú hingað. Svo veit ég ekki bara hver andskotinn gerðist. Ég spilaði nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og stóð mig vel. En svo valdi þjálfarinn einhverja aðra og hélt sig við þá sama hvað við töpuðum mörgum leikjum,“ segir Skúli Jón sem hefur engin svör fengið um af hverju hann fær svona fáar mínútur. „Þjálfarinn bara gaf mér ekki séns. Þetta er svipað og hjá Elfsborg í fyrra. Þar spilaði ég mjög vel á undirbúningstímabilinu en þegar deildin byrjaði var ég ekki í myndinni.“Orðinn pirraður Það verður seint sagt að dvöl Skúla Jóns í Svíþjóð hafi verið gæfurík. Hann kvaddi uppeldisfélag sitt, KR, með Íslandsmeistaratitli 2011 og samdi í kjölfarið við Elfsborg. Hann meiddist snemma sumarið 2012 og var frá út tímabilið. Síðan tók við martraðarsumarið í fyrra og nú þetta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og þetta liggur þungt á manni. Það er erfitt að komast upp úr svona aftur. Sjálfstraustið er ekkert í háum hæðum núna,“ segir hann en leyfir sér að hlæja. „Nú þarf maður bara að spyrna sér frá botninum en það er erfitt þegar maður fær engin tækifæri. Ég fæ ekki einu sinni tækifæri til að sýna að ég sé lélegur ef það er málið. Maður er bara orðinn meira pirraður núna frekar en eitthvað annað. Það er erfitt að halda sér jákvæðum í gegnum svona,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður Gefle.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira