Sá hættir lífi sínu sem ekki flýr í burt Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. júlí 2014 07:00 Um fjögur þúsund Palestínumenn eru á flótta í norðurhluta Gasa en ísraelsk yfirvöld hafa tilkynnt að hver sá sem ekki flýr af svæðinu muni hætta lífinu. Vísir/AFP Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum. Gasa Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Um fjögur þúsund Palestínumenn hafa flúið svæðin í norðurhluta Gasa en þangað færist vígvöllur mestu blóðsúthellinga sem átt hafa sér stað milli Palestínu og Ísraels í tvö ár. Ísraelsmenn hafa nú í sex daga látið eldflaugum rigna yfir svæði Palestínumanna og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Gasa hafa að minnsta kosti 160 manns látist. Meðal hinna látnu er sextán manna fjölskylda sem lést í árásinni síðastliðinn laugardag. Hafa aðfarirnar verið gagnrýndar af Navi Pillay, fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum. Yfirvöld í Ísrael segja markmið árásanna vera að hæfa vígamenn og stjórnendur Hamas-samtakanna. Hvað sem því líður telja fulltrúar frá Sameinuðu þjóðunum að um 77 prósent þeirra föllnu séu almennir borgarar. Snemma í gær sprengdi ísraelski herinn upp mikilvægar bækistöðvar Hamas-liða en haft er eftir Manuel Hassassian, sendifulltrúa palestínskra yfirvalda í Lundúnum, að Hamas-liðar væru í flestum tilfellum óaðgreinanlegur hluti palestínskra borgara svo erfitt væri að uppræta samtökin með sprengjuárásum. Flóttabylgjan nú kemur í kjölfar hótana ísraelsku stjórnarinnar en tilkynningu var dreift um svæðið úr lofti þar sem sagði að hver sá sem léti undir höfuð leggjast að koma sér á brott væri að hætta lífi sínu þar sem ísraelski herinn muni nú láta kné fylgja kviði. Fjöldi flóttamanna hefur fengið skjól í skóla sem alþjóðlegar herdeildir halda úti í grenndinni. Um átta hundruð manns með tvöfalt ríkisfang hafa farið til Ísraels en haft hefur verið eftir flóttamönnum á BBC að margir hefðu í engin hús að venda. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því yfir að mikilvægt sé að koma á vopnahléi sem fyrst en fátt bendir til þess að þeir muni hafa erindi sem erfiði. Sérstaklega dvínuðu slíkar vonir þegar Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, tjáði fréttamönnum að tilraunir manna erlendis frá gætu ekki komið í veg fyrir að Ísraelsmenn beittu fullri hörku í þessum aðförum sínum.
Gasa Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira