Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 20:37 Ísraelsmenn hafa ekki dregið úr árásum sínum undanfarna daga en þéttbýlt er á Gasasvæðinu sem merkir hámarkseyðileggingu í hvert sinn sem þeir láta sprengju falla úr lofti. VÍSIR/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða. Gasa Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða.
Gasa Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira