Eru álfar kannski hommar? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 11:00 Særún Lísa Birgisdóttir: "Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær.“ Vísir/Valli Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“ Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira