Eru álfar kannski hommar? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 26. júlí 2014 11:00 Særún Lísa Birgisdóttir: "Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær.“ Vísir/Valli Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“ Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Ég var beðin að vera með þessa leiðsögn vegna þess að ég skrifaði mastersritgerðina mína um sögu samkynhneigðra á Íslandi í gegnum tíðina og leitaði svolítið í þjóðsögurnar okkar,“ segir Særún Lísa Birgisdóttir þjóðfræðingur, spurð um hvað leiðsögn hennar í Árbæjarsafni á morgun klukkan 15 snúist. „Mig langaði að komast að því hvort það væri hægt að finna einhver merki um samkynhneigð í þjóðsögunum, þótt það væri undir rós.“ Særún segist munu fjalla um hvernig þöggunin hefur verið fylgifiskur samkynhneigðar frá örófi alda og hvað samkynhneigðir eru ósýnilegir í íslenskri sögu. „Ég tengi þetta við huldufólks- og útilegumannasögur. Það sem fólk gat ekki sagt og mátti ekki segja var nefnilega ofið inn í þær, þannig að kannski er hægt, án allrar ábyrgðar, að setja á sig gleraugun og skoða sögurnar okkar út frá þessum sjónarhóli.“ Forsaga málsins er að Borgarsögusafn Reykjavíkur hafði samband við Samtökin "78 í þeim tilgangi að leita upplýsinga um það hvort á einhvern hátt væri hægt að tengja sögu samkynhneigðra við safnkostinn, en það reyndist hægara sagt en gert. „Þeir vissu af mér og mastersritgerðinni og báðu mig að koma og kynna efni hennar. Það er kannski ekki beint hægt að tengja Árbæjarsafn og samkynhneigð en ég ætla að reyna, svona lauslega, að nota safnkostinn til að varpa ljósi á þessa sögu.“ Særún segist hafa komist að því við rannsóknir sínar fyrir ritgerðina að það sé nánast hvergi minnst á samkynhneigða í íslenskum gagnasöfnum. „Það var ekki fyrr en upp úr miðri síðustu öld sem fólk fór að tjá sig um að það hefði þekkt einhverja samkynhneigða áður fyrr. Reyndar er talað um samkynhneigð í Íslendingasögunum, þar var versta níð sem hægt var að segja um mann að hann væri argur, en eftir siðaskipti hverfa þeir gjörsamlega úr heimildum. Ef einhver var grunaður um að hneigjast mögulega til sama kyns var talað um að hann væri þjófóttur, eða eitthvað annað fundið á hann. Hann er góður til kvenverka, var stundum sagt um þá og mjög snyrtilegir, sem þótti sérstakt, en það er aldrei sagt hreint út að þeir séu hommar.“ Hvað samkynhneigðar konur varðar segir Særún þær algjörlega vanta í þjóðsögur og heimildir. „Þær eru algjörlega ósýnilegar. Ég fann nákvæmlega ekki neitt um samkynhneigðar konur. Það virðist bara engum hafa dottið það í hug að konur gætu hneigst til sama kyns.“
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira