Lítil mistök geta tekið af manni marga metra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2014 06:30 Ásdís sést hér í einu kasta sinna í gær. Vísir/Getty Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira
Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að komast í úrslit á EM í frjálsum í gær þegar hún keppti fyrst Íslendinga á Evrópumótinu í ár. Ásdís var skiljanlega svekkt eftir undankeppnina enda ætlaði hún sér miklu meira á mótinu sem fór fram á „heimavelli“ hennar í Zürich. „Ég kastaði ekki nógu langt og það er bara svoleiðis stundum. Ég ætla ekki að fara að afsaka mig neitt. Þetta gekk bara ekki upp hjá mér,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir þegar Fréttablaðið náði í hana í gær. Hún hefur æft undanfarið í Sviss en Ásdís var einu sæti frá úrslitunum alveg eins og á EM 2012 og HM 2011. „Auðvitað er þetta enn þá meira svekkjandi að vera svona nálægt þessu en ég átti að vera í þessum úrslitum,“ sagði Ásdís. Ásdís kastaði lengst 56,36 metra í öðru kasti sínu en hin sænska Sofi Flink var sú síðasta inn í úrslit með kast upp á 57,53 metra. Ásdís var því meira en metra frá því að komast í úrslitin. „Ég hef kastað yfir 57,50 metra á sex mótum í sumar. Ég var svo sem ekkert langt frá því en ég á að geta náð þessu. Þegar maður er að leggja allt í þetta þá er það ekki nóg að vera bara með,“ segir Ásdís. „Svona hlutir gerast. Stelpan sem var búin að kasta næstlengst í heiminum í ár (Hanna Hatsko-Fedusova frá Úkraínu) kastaði aðeins 53 metra og endaði neðarlega. Spjótið er bara þannig grein að svona hlutir gerast. Spjótið er bara svo viðkvæm tæknigrein að smá klikk getur tekið af manni marga metra. Það þarf því allt að smella,“ sagði Ásdís. Ásdís náði þremur gildum köstum en hún kastaði fyrst 55,81 metra, þá 56,36 metra og loks 54,4 metra í lokakastinu þegar hún vissi að hún þyrfti að bæta sig töluvert. „Þessi vegalengd var alls ekki lýsandi fyrir þann stað sem ég er á í dag og ég á að geta gert miklu betur. Ég hef samt enga afsökun fyrir þessu. Ég hitti ekki á það í dag,“ sagði Ásdís, sem miðaði allt við EM og var ekkert búin að skipuleggja framhaldið hjá sér. „Núna er ég bara á leiðinni í sturtu og ég er ekki komin lengra en það,“ sagði Ásdís og bætti síðan við: „Ég kem heim í haust en það eru nokkrar vikur eftir af tímabilinu. Mig langar til þess að fá nokkur mót en ég veit ekkert hver staðan er akkúrat núna. Ég vona allavega að ég fái eitt til tvö mót í viðbót,“ sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48 Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Vetraríþróttirnar vilja alls ekki „sumaríþróttir“ inn á sína Ólympíuleika Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Sjá meira
Ásdís aðeins einu sæti frá úrslitunum Spjótkastaranum Ásdísi Hjálmsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitum í spjótkastkeppni Evrópumótsins í Zürich í Sviss. Hún endaði í 13. sæti í undankeppninni en tólf efstu fóru í úrslit. 12. ágúst 2014 10:48
Ásdís er á áttunda stórmótinu í röð Ásdís Hjálmsdóttir keppir fyrst íslensku keppendanna á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í dag en seinna í kvöld keppir Hafdís Sigurðardóttir í undankeppni í langstökki kvenna en hennar riðill byrjar klukkan 18.07 að íslenskum tíma. 12. ágúst 2014 06:30