Sniffer er þjáningarbróðir Ólivers Twist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2014 17:00 "Sniffer er karakter sem við Erica erum búnar að þróa nokkuð lengi,“ segir Sigga Björg. Fréttablaðið/Arnþór Ný sýning verður opnuð í Listasafni ASÍ á morgun, laugardag, klukkan 15. Um er að ræða innsetningu, margradda frásögn af Sniffer. En hver er hann? Sigga Björg er í safninu og verður fyrir svörum því Erica er ekki komin til landsins þegar ég hef samband. „Sniffer er karakter sem við Erica erum búnar að þróa nokkuð lengi. Við gerðum bók með textum um hann. Þar getur fólk fengið að skyggnast inn í hið aumkunarverða líf þessarar persónu sem er unninn með skírskotunum í Óliver Tvist. Svo eru líka teikningar, skúlptúrar og vídeóverk. Allt safnið snýst um Sniffer,“ segir hún og tekur því vel að deila aðeins meiri upplýsingum um persónuna. „Sniffer er lánlaus karakter, þjáningarbróðir Ólivers Twist. Var ungur yfirgefinn af foreldrum sínum og eyddi æskuárunum einsamall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Hann er klofinn persónuleiki og það veldur honum ómældum erfiðleikum þegar hann reynir að finna sinn stað í tilverunni.“ Erica býr í Skotlandi og Sigga Björg líka að hluta til. Þær unnu þessa sýningu alla í Glasgow, bæði saman og hvor í sínu lagi að sögn Siggu og voru með hana á sýningu sem nefnist Glasgow International fyrr á árinu. Sýningin í Listasafni ASÍ er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ný sýning verður opnuð í Listasafni ASÍ á morgun, laugardag, klukkan 15. Um er að ræða innsetningu, margradda frásögn af Sniffer. En hver er hann? Sigga Björg er í safninu og verður fyrir svörum því Erica er ekki komin til landsins þegar ég hef samband. „Sniffer er karakter sem við Erica erum búnar að þróa nokkuð lengi. Við gerðum bók með textum um hann. Þar getur fólk fengið að skyggnast inn í hið aumkunarverða líf þessarar persónu sem er unninn með skírskotunum í Óliver Tvist. Svo eru líka teikningar, skúlptúrar og vídeóverk. Allt safnið snýst um Sniffer,“ segir hún og tekur því vel að deila aðeins meiri upplýsingum um persónuna. „Sniffer er lánlaus karakter, þjáningarbróðir Ólivers Twist. Var ungur yfirgefinn af foreldrum sínum og eyddi æskuárunum einsamall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Hann er klofinn persónuleiki og það veldur honum ómældum erfiðleikum þegar hann reynir að finna sinn stað í tilverunni.“ Erica býr í Skotlandi og Sigga Björg líka að hluta til. Þær unnu þessa sýningu alla í Glasgow, bæði saman og hvor í sínu lagi að sögn Siggu og voru með hana á sýningu sem nefnist Glasgow International fyrr á árinu. Sýningin í Listasafni ASÍ er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira