Vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 15. ágúst 2014 06:30 Aníta, hér til hægri í hlaupinu í gær. Vísir/Getty Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild. Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínútum, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við vissum að þetta yrði gríðarlega erfitt. Hún getur gengið stolt frá vellinum eftir þessa frammistöðu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Í fyrsta riðlinum voru margar konur sem komust áfram þrátt fyrir að vera ekki á fullum krafti og við vissum að þetta yrði enn erfiðara enn í gær en þegar á hólminn var komið vildum við auðvitað komast í úrslit.“ „Ég er mjög sáttur við niðurstöðuna að ná ellefta sæti á jafn stóru móti sem hún er að keppa á í fyrsta sinn. Þær voru tvær úr unglingaflokki á mótinu og voru keppinautar hennar hérna flest allar reyndir hlauparar.“ Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á lokasprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhópinn koma í mark fyrir framan sig. „Hún gerði þetta eins og við höfðum lagt upp með og hún ætlaði sér að gera betur á síðasta kaflanum. Það er svo mikil taktík í þessu og það er ekki hægt að tryggja að einhver áætlun gangi upp,“ sagði Gunnar. „Hún lenti fyrir aftan eina sem er afar reynd. Þegar hún hægði á sér missti Aníta örlítið taktinn og þegar hún gaf aftur í náði Aníta ekki að ná upp sama krafti. Hún á ekki í vandræðum með að rífa upp kraftinn þegar fimmtíu metrar eru eftir en Aníta hefur ekki alveg styrkinn í það,“ sagði Gunnar en hann sagðist vera spenntur fyrir hlaupi Kára Steins um helgina. „Oft eru þessar brautir lagðar til þess að sýna brautina og eftir að hafa labbað þetta verð ég að segja að þetta er ein erfiðasta braut sem ég man eftir. Það eru mjög erfiðar brekkur sem eru farnar fjórum sinnum og þetta verður mjög erfitt.“Hafdís Sigurðardóttir jafnaði besta tíma sinn í 200 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Hafdís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guðmundur Sverrisson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkastinu í gær voru ógild.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Sjá meira