Hann kveðst iðrast þess að hafa ekki sinnt langömmu sinni, Petru Sveinsdóttur á Stöðvarfirði, betur meðan tími var til en hún lést fyrir tveimur árum, nokkrum mánuðum áður en hún hefði orðið níræð.

Leiksýninguna segir Pétur vera tilraun til að bæta fyrir vanrækslu sína við langömmu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Pétur gerir leiksýningu um náinn ættingja. Sýningin Dansaðu fyrir mig fjallar um draum föður hans, Ármanns Einarssonar, um að verða atvinnudansari. Sú sýning hlaut tvær tilnefningar til Grímunnar og hefur farið víða.
Petra verður frumsýnd á alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Lókal annað kvöld, 29. ágúst, klukkan 19 í Tjarnarbíói.
Frekari upplýsingar má nálgast á lokal.is.