Semja við norskt útgáfufyrirtæki Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. ágúst 2014 10:00 Þungarokkshljómsveitin Momentum gerir það gott erlendis. mynd/Gunnar Már Pétursson „Það er auðvitað frábært að fá svona samning, hann nær yfir nýjustu plötu okkar og einnig standa yfir viðræður um útgáfu á fyrri plötum okkar,“ segir Hörður Ólafsson, söngvari og bassaleikari þungarokkshljómsveitarinnar Momentum, en sveitin hefur skrifað undir samning við norska plötufyrirtækið Dark Essence Records. Norska fyrirtækið mun því gefa út væntanlega plötu sveitarinnar, The Freak Is Alive, en hún er jafnframt fjórða plata sveitarinnar. „Þetta er önnur platan okkar í fullri lengd, við höfum samt einnig gefið út tvær EP-plötur,“ bætir Hörður við. Nýjasta plata sveitarinnar kemur út með haustinu en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir enn. „Hún fer allavega í dreifingu á heimsvísu, ég geri þó ekki ráð fyrir að henni verði dreift í hverja einustu plötuverslun en fyrirtækið dreifir henni á heimsvísu,“ segir Hörður um samninginn. Momentum, sem var stofnuð árið 2003, er jafnframt fyrsta íslenska hljómsveitin sem semur við fyrirtækið. Samningurinn kom til þegar fulltrúar plötufyrirtækisins sáu sveitina koma fram á hinni rómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Hollandi. „Það er nú verið að vinna við að plana tónleikaferðalag en það er ekki komið á hreint hvort við förum á þessu ári, en við förum pottþétt á næsta ári. Það er allavega pottþétt að við förum til Noregs,“ segir Hörður um tónleikaferðalag í kjölfar útgáfunnar. Sveitin hefur áður komið fram utanlands, til dæmis í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi. Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það er auðvitað frábært að fá svona samning, hann nær yfir nýjustu plötu okkar og einnig standa yfir viðræður um útgáfu á fyrri plötum okkar,“ segir Hörður Ólafsson, söngvari og bassaleikari þungarokkshljómsveitarinnar Momentum, en sveitin hefur skrifað undir samning við norska plötufyrirtækið Dark Essence Records. Norska fyrirtækið mun því gefa út væntanlega plötu sveitarinnar, The Freak Is Alive, en hún er jafnframt fjórða plata sveitarinnar. „Þetta er önnur platan okkar í fullri lengd, við höfum samt einnig gefið út tvær EP-plötur,“ bætir Hörður við. Nýjasta plata sveitarinnar kemur út með haustinu en nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir enn. „Hún fer allavega í dreifingu á heimsvísu, ég geri þó ekki ráð fyrir að henni verði dreift í hverja einustu plötuverslun en fyrirtækið dreifir henni á heimsvísu,“ segir Hörður um samninginn. Momentum, sem var stofnuð árið 2003, er jafnframt fyrsta íslenska hljómsveitin sem semur við fyrirtækið. Samningurinn kom til þegar fulltrúar plötufyrirtækisins sáu sveitina koma fram á hinni rómuðu tónlistarhátíð Roadburn Festival í Hollandi. „Það er nú verið að vinna við að plana tónleikaferðalag en það er ekki komið á hreint hvort við förum á þessu ári, en við förum pottþétt á næsta ári. Það er allavega pottþétt að við förum til Noregs,“ segir Hörður um tónleikaferðalag í kjölfar útgáfunnar. Sveitin hefur áður komið fram utanlands, til dæmis í Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi.
Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira