Breytingarnar vanhugsaðar Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 13. september 2014 06:00 Hækkun matarskattsins verður án efa eitt af stóru málunum á Alþingi. Vísir/Stefán Vísir/stefán „Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi. Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
„Ég hef velt því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að setja á svið leikrit. Það er mjög sérkennilegt þegar annar stjórnarflokkurinn setur almennan fyrirvara við fjárlagafrumvarpið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa síðustu daga lýst miklum efasemdum yfir hækkun á virðisaukaskatti á mat úr sjö í tólf í prósent. Auk þess hefur forsætisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að hægt sé að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Flestir þingmanna Sjálfstæðisflokksins styðja hins vegar breytinguna. „Tekjuöflunarfrumvarpið gengur lengra, þar er gert ráð fyrir að matarskatturinn hækki í tólf prósent en í fjárlagafrumvarpinu er gengið út frá því að hann verði 11 prósent. Þetta gefur sögusögnum um að það sé verið að setja á svið leikrit byr undir báða vængi. Þetta verði svo dregið til baka,“ segir Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segist þó varla trúa því fyrr en hann taki á að þannig sé í pottinn búið. „Á maður ekki að ætla að ríkisstjórnin meini það að hún vilji hækka matarskattinn?“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og bætir við að hann telji málið vera vanhugsað frá upphafi. „Stjórnin sagðist ætla að einfalda virðisaukaskattskerfið. Það er hins vegar engin einföldun í þessu. Þrepin eru jafnmörg og þau voru og það er ein undanþága fyrir ferðaþjónustuna. Fjármálaráðherra segir að það verði ekki frekari breytingar,“ segir hann og bætir við að Björt framtíð styðji ekki hækkun á matarskatti. „Á sama tíma og auðlegðarskattur upp á 10 milljarða er felldur niður og veiðigjöldin lækkuð enn meira er farið í skattahækkanir á almenning í landinu,“ segir Katrín og telur þetta ranga forgangsröðun. „Mér finnst ótrúlegt, einmitt þegar við erum komin út úr kreppunni og fólk er búið að leggja mikið á sig í mörg ár, þá sé komið inn með ellefu milljarða hækkun á helstu lífsnauðsynjar. Þetta er stærsta einstaka skattahækkunin á almenning frá hruni,“ segir Helgi.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira