Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2024 12:22 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konu á salerni skemmtistaðar á Suðurlandi árið 2022. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Suðurlands, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. ágúst 2022, á salerni skemmtistaðar haldið annarri hendi konunnar fastri upp við vegg salernisins, káfað á brjóstum hennar utan klæða, kysst háls hennar og sleikt hægra eyra, og farið með hendi sína inn undir kjól hennar og niður fyrir buxnastreng sokkabuxna sem hún var íklædd. Mætti ekki Þess hafi verið krafist að maðurinn yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar. Maðurinn hafi hvorki mætt við þingfestingu málsins né síðari fyrirtöku þess þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru í Lögbirtingablaði þann 2. september sl., ásamt fyrirkalli þar sem þess var getið að málið kynni að verða dæmt að manninum fjarstöddum. Því var málið dómtekið án þess að maðurinn héldi uppi vörnum og útivistardómur gekk í því. Sannað hafi verið að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir og hann því sakfelldur. Hæfileg refsing hafi verið metin níutíu daga fangelsi en þar sem hann hefði ekki hlotið refsingu áður þætti rétt að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára. Vildi tvær milljónir en fær 600 þúsund Þá hafi konan krafist tveggja milljóna króna í miskabætur úr hendi mannsins en hæfilegt væri að hann greiddi konunni 600 þúsund krónur. Loks var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, samtals 918 þúsund krónur. Þar af er þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola 862 þúsund krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts.
Næturlíf Veitingastaðir Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira