Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. nóvember 2024 22:03 Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar og Þorvaldur frá ÞG verk handsala hér verksamninginn með Sigurð Inga á milli sín. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss. Fyrsta skóflustungan af brúnni var tekin í dag. Ráðherra segir að veggjaldið yfir brúnna verði eins og verðið á einni kókflösku. Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Áður en Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra skellti sér upp í gröfuna var skrifað undir verksamnings inn í golfskálanum á Selfoss á milli Vegagerðarinnar, ríkisins og ÞG verks. Þegar undirskriftunum var lokið var komið að ráðherra. Hann var ekki í vandræðum eða lengi að taka skóflustunguna. Nýja brúin verður um 330 metra löng og 19 metra breið. „Þetta er bara stórkostlegur dagur í samgöngusögu Íslands Nýja brúin mun auðvitað hafa verulega áhrif á, bæði fækka slysum, minnka tafirnar og gera fólki auðveldara fyrir að ferðast hér um landið og komast hér austur um þeir sem ætla ekki að stoppa á Selfossi,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, sem tók fyrstu skóflustunguna af nýju brúnni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En Sigurður Ingi var búin að lofa nýrri Ölfusárbrú fyrir nokkrum árum en þá gerðist ekkert. Hvað hefur breyst? „Fréttin er að við erum komin á þennan stað og hún er að hefjast en það er rétt að það hafa verið hindranir og þröskuldar og tafir en allt fer vel að lokum,“ segir ráðherra. Það verður veggjald yfir nýju brúnna, sem á að vera tilbúin haustið 2028. En hvað mun ferðin kosta? „Það verður sirka svona kókflaska fyrir þá sem fara oft,“ segir Sigurður Ingi. „Við hefjumst bara handa strax. Framkvæmdir eru að sjálfum sér komnar af stað í hönnun, hönnun er komin á fullan kraft og núna standa yfir jarðvegsrannsóknir og síðan í kjölfarið fer verkið af stað,“ segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verks og eigandi en fyrirtækið hans mun sjá um smíði brúarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En munu margir fá vinnu við smíði nýju brúarinnar? „Það verður mjög breytilegt á verktímanum en þegar mest lætur verða það svona um 150 manns,“ segir Þorvaldur. Íslenska fánanum var að sjálfsögðu flaggað við golfskála Golfklúbbs Selfoss í dag þar sem athöfnin fór fram.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Framsóknarflokkurinn Vegagerð Samgöngur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tók fyrstu skóflustunguna að nýrri Ölfusárbrú í dag. Þá var undirritaður verktakasamningur í Golfskálanum á Selfossi. 20. nóvember 2024 16:39
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Ný Þjórsárbrú við Árnes verður boðin út fljótlega eftir áramót. Hún mun ásamt tengivegum sennilega kosta vel innan við fjórðung af því sem Ölfusárbrúin kostar. 19. nóvember 2024 07:07