Innlent

Stukku út í glugga og biðu eftir eld­gosinu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Eldgosið séð frá Ásbrú í Reykjanesbæ.
Eldgosið séð frá Ásbrú í Reykjanesbæ. Jóhanna Ósk Snorradóttir

Jóhanna Ósk Þrastardóttir býr á Ásbrú í Reykjanesbæ í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá eldgosinu sem hófst klukkan 23:14 í kvöld.

Jóhanna Ósk segist hafa verið á samfélagsmiðlum um ellefuleytið þegar hún fékk veður af yfirvofandi eldgosi.

„Við lásum á Facebook að það gæti verið að byrja og stukkum út í glugga. Þetta byrjaði svo bara tíu mínútum síðar,“ segir Jóhanna Ósk í samtali við fréttastofu.

 Hún tók myndirnar af gosinu sem fylgja fréttinni. Hún segir gosið líta út fyrir að vera á svipuðum slóðum og áður. Hún segist ekki hafa orðið vör við skjálfta eða nokkuð slítk í aðdraganda þess að það byrjaði.

Allt um gosið í vaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×