Ljóð kvenna lesin og sungin á Bakkanum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2014 13:00 Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári og segir þangað koma bæði Íslendinga og erlenda ferðamenn. Stofan er hluti hins nýja verkefnis Bókabæirnir austanfjalls. Mynd/Úr einkasafni „Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14. Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum. „Svo mun Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi um skáldkonuna Erlu og Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.“ Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári. Hún er bókmenntafræðingur og kveðst alin upp í anda kvenréttinda. Þetta tvennt hafi sameinast í hugmyndinni um konubókastofu. „Ég sá safn á Englandi 2008 sem er eingöngu með bækur eftir konur. Þegar ég gekk þar út ákvað ég að stofna svona á Íslandi þegar ég kæmi heim. „Ég sagði mörgum frá fyrirætlan minni og eftir viðtal við mig í Landanum fóru mér að berast bækur eftir konur hvaðanæva af landinu. Hellingur af bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og bækurnar streyma til mín stanslaust. Ein kom núna í morgun, afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin hennar ömmu og þessi amma hét Laufey Sigríður og var Kristjánsdóttir. Rannveig Anna segir sveitarfélagið Árborg hafa skaffað Konubókastofunni herbergi í Blátúni á Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið of lítið þannig að næsta skref er að finna stærra,“ segir hún. „En Rauða húsið er svo elskulegt að leyfa mér að halda ljóðahátíðina þar.“ Konubókastofan er varðveislu- og fræðslusafn með vefsíðuna konubokastofa.is. Elsta bókin þar er frá 1886, það er handavinnubók eftir þrjá höfunda, þar á meðal Þóru biskups. „Hver sem er getur komið og fræðst um bækurnar og höfunda þeirra en við lánum þær ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna sem er í lokin spurð hvort hún sé skáld. „Nei, því miður, það væri dásamlegt. En ég hef heilmikinn áhuga á skáldskap.“ Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14. Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum. „Svo mun Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir halda erindi um skáldkonuna Erlu og Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir ætla að flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.“ Rannveig Anna stofnaði Konubókastofuna á síðasta ári. Hún er bókmenntafræðingur og kveðst alin upp í anda kvenréttinda. Þetta tvennt hafi sameinast í hugmyndinni um konubókastofu. „Ég sá safn á Englandi 2008 sem er eingöngu með bækur eftir konur. Þegar ég gekk þar út ákvað ég að stofna svona á Íslandi þegar ég kæmi heim. „Ég sagði mörgum frá fyrirætlan minni og eftir viðtal við mig í Landanum fóru mér að berast bækur eftir konur hvaðanæva af landinu. Hellingur af bókum. Fleiri viðtöl hafa birst og bækurnar streyma til mín stanslaust. Ein kom núna í morgun, afskaplega falleg, hún heitir Ljóðin hennar ömmu og þessi amma hét Laufey Sigríður og var Kristjánsdóttir. Rannveig Anna segir sveitarfélagið Árborg hafa skaffað Konubókastofunni herbergi í Blátúni á Eyrarbakka. „Nú er plássið orðið of lítið þannig að næsta skref er að finna stærra,“ segir hún. „En Rauða húsið er svo elskulegt að leyfa mér að halda ljóðahátíðina þar.“ Konubókastofan er varðveislu- og fræðslusafn með vefsíðuna konubokastofa.is. Elsta bókin þar er frá 1886, það er handavinnubók eftir þrjá höfunda, þar á meðal Þóru biskups. „Hver sem er getur komið og fræðst um bækurnar og höfunda þeirra en við lánum þær ekki úr húsi,“ segir Rannveig Anna sem er í lokin spurð hvort hún sé skáld. „Nei, því miður, það væri dásamlegt. En ég hef heilmikinn áhuga á skáldskap.“
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira