Stjórnarráðinu helst illa á menntaðasta starfsfólkinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 7. október 2014 08:00 Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Vísir/GVA Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst. Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Rúmlega helmingur, eða 56 prósent starfsmanna stjórnarráðsins, sem voru með háskólamenntun hafi unnið þar skemur en fjögur ár. Brottfall sérhæfðra starfsmanna er Stjórnarráðinu dýrkeypt, að mati Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. „Vandi mannauðsmála ríkisins er ekki tregða við að losa sig við starfsmenn, heldur vangeta til að halda í nýliðunina,“ segir Guðlaug. Fyrir liggur að mikil hreyfing er á háskólamenntuðum starfsmönnum stjórnarráðsins. Þeir staldra stutt við í starfi og skemur en aðrir starfsmenn stjórnarráðsins. Guðlaug segir að eflaust vegi launin og álag í vinnunni þungt í því að starfsmenn staldri stutt við. „Álag í starfi hefur aukist mjög innan hins opinbera á síðustu árum. Hagræðingarkröfur bitna mjög á mönnun, en minna hefur verið gert af því að fækka verkefnum, enda oft kannski ekki hægt í opinberri þjónustu,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi gagnrýnt launakerfið hjá ríkinu.Formaður BHM segir að umræðu stjórnvalda um ríkisstarfsmenn neikvæða. Hann segir það ásamt álagi og lágum launum verða til þess að þeir stoppi stutt við í vinnu hjá ríkinu. Vísir/StefánÞað vanti umbun fyrir frammistöðu, laun hækki helst við að fá stöðuhækkun eða að taka að sér stjórnun. „Það geta ekki endalaust margir verið yfirmenn, svo víða eru sérfræðingar sem sitja fastir í launum þrátt fyrir að bæta við sig í færni og þar með framlagi til starfseminnar. Þetta hefur Ríkisendurskoðun líka bent á, að hér á landi skorti umbun fyrir frammistöðu miðað við ríkisrekstur í samanburðarlöndum okkar,“ segir Guðlaug. Hún segir að ríkið sé í auknum mæli að verða vinnustaður háskólamenntaðra, þegar sé yfir helmingur þeirra sem starfa hjá ríki með háskólamenntun og því brýnt að ríkið hugi að því að laga launakerfið að þeim veruleika. Guðlaug segir endalaust hægt að velta fyrir sér mikilli starfsmannaveltu hjá ríkinu en eflaust vegi launin og álag í starfi einna þyngst.
Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira