Rostungshrollvekja Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. október 2014 13:00 Verðandi rostungur - Justin Long leikur aðalfórnarlambið. Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Tusk verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói á mánudaginn. Myndin er nýjasta verk leikstjórans, grínistans og Íslandsvinarins Kevins Smith en hann var staddur hér á landi árið 2011 þar sem hann hélt uppistandið sitt fræga, An Evening With Kevin Smith, í Hörpunni. Kevin Smith er langþekktastur fyrir sínar sérstöku grínmyndir en honum skaut upp á stjörnuhimininn árið 1994 með myndinni Clerks. Sú var afar ódýr í framleiðslu en hinn einfaldi söguþráður sem byggðist aðallega á fyndnum samtölum varð til þess að myndin var mjög áhrifamikil á indímyndasenunni. Smith hefur gert margar grínmyndir sem eiga það allar sameiginlegt að gerast í heimabæ hans New Jersey en í þeim koma oft fyrir sömu karakterarnir, svo sem tvíeykið geðþekka Jay og Silent Bob. Á undanförnum árum hefur Smith verið að færa sig út fyrir þægindarammann með því að gera hryllingsmyndir. Hrollvekjan Red State kom út árið 2011 og fjallar um unglinga sem lenda í klónum á klikkuðum sértrúarsöfnuði. Tusk er nýjasta hrollvekjan hans en sami leikari er í hlutverki „vonda karlsins“ og í Red State, Michael Parks. Söguþráðurinn í Tusk er ansi geggjaður en myndin á að vera sú fyrsta í þríleik sem Smith kallar True North-þríleikinn. Myndin fjallar um internetsútvarpsmanninn Wallace Bryton (Justin Long) en besti vinur hans, Teddy (Haley Joel Osmont), og kærastan hans, Allison (Ally Leon), fara að leita að honum þegar hann týnist eftir að hafa tekið viðtal við dularfullan sjómann að nafni Howard Howe (Michael Parks). Í ljós kemur að Howe hefur reynt að breyta Wallace í rostung. Þetta er söguþráður myndarinnar. Myndin hefur fengið afar misjafna dóma, sumir segja hana ömurlega en öðrum finnst hún frábær. Því verður spennandi að sjá hvernig leikstjóranum hefur tekist að útfæra þessa absúrd sögu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira