Dreymir um fimleikahús í Breiðholtið 14. október 2014 17:30 Sigríður Ósk og aðstoðarþjálfarinn Katrín Róbertsdóttir með hressum fimleikakrökkum í ÍR. Mynd/Stefán Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, kennir nú fimleika að nýju en ekki hafa verið æfðir fimleikar hjá félaginu í þrjátíu ár. Byrjað er nánast á núlli og er nú safnað fyrir tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi í Breiðholt. Þegar ÍR var stofnað árið 1907 var það einkum gert á grunni fimleika. Fyrstu tuttugu árin settu fimleikarnir mikinn svip á félagið. Með tímanum dalaði starfið og nú eru 31 ár síðan fimleikar voru síðast æfðir hjá félaginu. En nú í haust varð breyting þar á þegar byrjað var að kenna fimleika á yngsta stigi. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn, Sigríður Ósk Fanndal.Vantar fleiri tæki Stærsta verkefni nýrrar fimleikadeildar er að safna fyrir öllum þeim tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi. Mynd/StefánSafna fyrir loftdýnu „Þegar ÍR ákvað að endurvekja fimleikana var komið að máli við mig og ég hef því verið með í skipulagningunni frá upphafi,“ segir Sigríður sem er menntaður íþróttafræðingur, íþrótta- og grunnskólakennari og að klára sálfræðigráðu. Hún hefur áralanga reynslu af að þjálfa almenning og afreksmenn í fimleikum og sundi en skemmtilegast finnst henni að vinna með krökkum. Ákveðið var að byrja smátt og þannig eru fimleikar nú kenndir í tveimur hópum, fyrir fimm ára og síðan 6 til 7 ára. „Það er spennandi en líka meiriháttar aðgerð að byggja upp fimleikadeild sérstaklega þegar litið er til fjármögnunar,“ segir Sigríður. Deildin hefur þó notið stuðnings frjálsíþróttadeildar ÍR sem heldur utan um starfið og styrkti um tvær milljónir til tækjakaupa. „Við höfum keypt nokkur áhöld en enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir Sigga. Þegar er búið að kaupa nokkrar dýnur og einn kubb. Næst á dagskrá er að safna fyrir loftdýnu. „Við ætluðum að kaupa notaða dýnu af fimleikafélagi en það gekk ekki eftir. Því þurfum við að kaupa nýja dýnu sem kostar milli 1,6 og 1,8 milljóna króna.“ Til þess að ná settu markmiði hefur verið stofnuð foreldradeild sem vinnur að fjáröflunarleiðum. „Svo höfum við sótt um styrki og haft samband við fyrirtæki.“Dreymir um fimleikahús Fimleikaæfingar fara vel af stað. „Við auglýstum ekkert í haust nema innan félagsins. Við finnum fyrir eftirspurn og það stefnir jafnvel í að við þurfum að fjölga hópum eftir áramót. Fimleikadeildin, sem mun einbeita sér að hópfimleikum, hefur aðstöðu í íþróttahúsinu í Austurbergi. Það dugar eins og er en draumarnir ná þó enn lengra. „Draumurinn er að ÍR fái eigið fimleikahús í Breiðholtið. Það væri frábært fyrir Breiðhyltinga að geta verið í sínu eigin félagi, í sínu eigin hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æfingar út fyrir það.“ Fimleikar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Íþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, kennir nú fimleika að nýju en ekki hafa verið æfðir fimleikar hjá félaginu í þrjátíu ár. Byrjað er nánast á núlli og er nú safnað fyrir tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi í Breiðholt. Þegar ÍR var stofnað árið 1907 var það einkum gert á grunni fimleika. Fyrstu tuttugu árin settu fimleikarnir mikinn svip á félagið. Með tímanum dalaði starfið og nú eru 31 ár síðan fimleikar voru síðast æfðir hjá félaginu. En nú í haust varð breyting þar á þegar byrjað var að kenna fimleika á yngsta stigi. Þar fer fremstur í flokki þjálfarinn, Sigríður Ósk Fanndal.Vantar fleiri tæki Stærsta verkefni nýrrar fimleikadeildar er að safna fyrir öllum þeim tækjum og tólum sem þarf til að halda úti öflugu starfi. Mynd/StefánSafna fyrir loftdýnu „Þegar ÍR ákvað að endurvekja fimleikana var komið að máli við mig og ég hef því verið með í skipulagningunni frá upphafi,“ segir Sigríður sem er menntaður íþróttafræðingur, íþrótta- og grunnskólakennari og að klára sálfræðigráðu. Hún hefur áralanga reynslu af að þjálfa almenning og afreksmenn í fimleikum og sundi en skemmtilegast finnst henni að vinna með krökkum. Ákveðið var að byrja smátt og þannig eru fimleikar nú kenndir í tveimur hópum, fyrir fimm ára og síðan 6 til 7 ára. „Það er spennandi en líka meiriháttar aðgerð að byggja upp fimleikadeild sérstaklega þegar litið er til fjármögnunar,“ segir Sigríður. Deildin hefur þó notið stuðnings frjálsíþróttadeildar ÍR sem heldur utan um starfið og styrkti um tvær milljónir til tækjakaupa. „Við höfum keypt nokkur áhöld en enn er mikið starf fyrir höndum,“ segir Sigga. Þegar er búið að kaupa nokkrar dýnur og einn kubb. Næst á dagskrá er að safna fyrir loftdýnu. „Við ætluðum að kaupa notaða dýnu af fimleikafélagi en það gekk ekki eftir. Því þurfum við að kaupa nýja dýnu sem kostar milli 1,6 og 1,8 milljóna króna.“ Til þess að ná settu markmiði hefur verið stofnuð foreldradeild sem vinnur að fjáröflunarleiðum. „Svo höfum við sótt um styrki og haft samband við fyrirtæki.“Dreymir um fimleikahús Fimleikaæfingar fara vel af stað. „Við auglýstum ekkert í haust nema innan félagsins. Við finnum fyrir eftirspurn og það stefnir jafnvel í að við þurfum að fjölga hópum eftir áramót. Fimleikadeildin, sem mun einbeita sér að hópfimleikum, hefur aðstöðu í íþróttahúsinu í Austurbergi. Það dugar eins og er en draumarnir ná þó enn lengra. „Draumurinn er að ÍR fái eigið fimleikahús í Breiðholtið. Það væri frábært fyrir Breiðhyltinga að geta verið í sínu eigin félagi, í sínu eigin hverfi og þurfa ekki alltaf að sækja æfingar út fyrir það.“
Fimleikar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira