Skagfirðingar segja sig hafa verið svikna Sveinn Arnarsson skrifar 21. október 2014 07:00 Miklar deilur eru meðal hestamanna um staðsetningu landsmóta. Mynd/Bjarni Þór Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur. Hestar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Landsþingi Landssambands hestamanna (LH) var frestað um síðustu helgi og verður fram haldið þann 8. nóvember næstkomandi. Ástæða þess er að formaður LH sagði af sér á fundinum sem og öll stjórn sambandsins vegna deilna um landsmótsstað árið 2016. „LH gengur á bak orða sinna,“ segir Jónína Stefánsdóttir, formaður hestamannafélagsins Stíganda í Skagafirði. Landsmót hestamannafélaga er haldið annað hvert ár og hefur á síðustu árum verið haldið á þremur stöðum á landinu; í Reykjavík, á Gaddstaðaflötum á Hellu og Vindheimamelum í Skagafirði. Stjórn LH ákvað fyrir margt löngu að skrifa undir viljayfirlýsingu við hestamannafélög í Skagafirði um að halda landsmótið á Vindheimamelum árið 2016. Stjórn LH tók síðan þá ákvörðun í síðustu viku að slíta viðræðum við Skagfirðinga og ganga til viðræðna við hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu um að halda landsmót þar bæði 2016 og 2018.Haraldur Þórarinsson sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina.Fréttablaðið/GVA„Við vorum byrjuð að undirbúa mótið af fullum þunga. Síðan fáum við að heyra af slitum viðræðna á símafundi í síðustu viku. Þarna eru þeir að ganga á bak orða sinna og virða viljayfirlýsingu, sem þeir skrifuðu undir sjálfir, að vettugi,“ segir Jónína. „Landssamband hestamanna er landssamband, en ekki höfuðborgarsamband.“ „Hestamenn neita að horfast í augu við framtíðina,“ segir Haraldur Þórarinsson, sem sagði af sér sem formaður LH á landsþinginu um helgina. „Ef við skoðum síðustu landsmót hafa sex þeirra verið haldin á landsbyggðinni en eitt í Reykjavík. Því er ekki hægt að segja að við hugsum ekki um landsbyggðina í þessum efnum. Við verðum að hætta að hugsa um svæði heldur hugsa um hag íslenska hestsins og hvernig við getum búið svo um hnútana að vegsemd hans og virðing dafni.“ Landsmót hestamannafélaga eru jafnan fjölsótt og fjöldi erlendra ferðamanna hefur jafnt og þétt aukist á mótinu. „Það er í takt við nútímann að huga að þörfum þeirra sem sækja mót sem þetta. Sú þjónusta sem þarf að veita landsmótsgestum er aðeins fáanleg á tveimur stöðum á landinu, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Akureyri, og við verðum að fara að horfast í augu við þann raunveruleika,“ segir Haraldur.
Hestar Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira