Lék langafa og löggu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2014 10:00 „Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega fara í prufur.“ Fréttablaðið/Valli Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í auglýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðislega gaman. Síðast lék ég í sjónvarpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkrum auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvitunum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mikill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólkinu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættinum.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Sönglist þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileikhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heimilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“ Krakkar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í auglýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðislega gaman. Síðast lék ég í sjónvarpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkrum auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvitunum sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mikill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólkinu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættinum.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Sönglist þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileikhúsinu.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heimilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“
Krakkar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira