Stjórnin ekki staðið við stóru orðin Björgvin Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur nú verið við völd í nokkuð á annað ár. Stjórnarflokkarnir gáfu stór kosningaloforð í kosningabaráttunni vorið 2013. Framsókn lofaði að færa niður fasteignalán almennings um 2-300 milljarða og ná í því skyni peningum af þrotabúum föllnu bankanna. Stjórnarflokkarnir báðir lofuðu skattalækkunum, m.a. lækkun á sköttum atvinnulífsins svo sem á tryggingagjaldinu. Og báðir flokkarnir lofuðu að leiðrétta að fullu kjaragliðnun þá, sem aldraðir og öryrkjar urðu fyrir á krepputímanum. Og þeir lofuðu einnig að afturkalla að fullu kjaraskerðingu þá, sem lífeyrisþegar urðu fyrir 1. júlí 2009. Og þannig mætti áfram telja. Loforðin voru fleiri.Lítil lækkun fyrirtækjaskatta Hvernig hefur tekist til? Hvernig hefur ríkisstjórninni tekist að standa við stóru orðin? Henni hefur tekist það illa. Stóra kosningaloforðið um hundraða milljarða lækkun fasteignalána skrapp saman og verður að tæpum 80 milljörðum kr. Þeir fjármunir verða ekki teknir af þrotabúum bankanna heldur af skattgreiðendum! Eða m.ö.o. þeir verða færðir úr einum vasa í annan. Almennir skattar atvinnulífsins hafa lítið lækkað enn. Tryggingagjaldið var lækkað um 0,1% fyrir ári. Það var svo lítil lækkun, að hún fannst varla. En að vísu var veiðigjaldið lækkað. Í stað þess að lækka tryggingagjaldið myndarlega en það hefði komið öllum fyrirtækjum til góða var ráðist í verulega lækkun veiðigjalds, sem gagnaðist auðugum útgerðarfyrirtækjum. Einkennileg forgangsröðun það.Ekki staðið við loforð Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við stóru kosningaloforðin, sem stjórnarflokkarnir gáfu öldruðum og öryrkjum. Loforðið um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans hefur ekki verið efnt. Hækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja um a.m.k. 20% til þess að framkvæma umrædda leiðréttingu. Það mundi hækka lífeyri einhleypra ellilífeyrisþega, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum, um tæpar 44 þús. kr. á mánuði fyrir skatt. Kostnaður við þessa leiðréttingu hjá öldruðum og öryrkjum er um 17 milljarðar króna. Stjórnarflokkarnir lofuðu að færa þessa fjármuni til lífeyrisþega, ef þeir næðu völdum. Því miður bendir allt til þess, að þeir ætli að svíkja þetta loforð. Varðandi afturköllun kjaraskerðingarinnar frá 1. júlí 2009 er það að segja, að einungis hluti hennar hefur verið afturkallaður, þ.e. frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra hefur verið leiðrétt svo og útreikningur á grunnlífeyri lífeyrisþega. Hætt hefur verið að reikna greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum við útreikning á grunnlífeyri. Þriðja skerðingin, aukin skerðing tekjutryggingar, rann út af sjálfu sér um sl. áramót, þar eð lögin þar um giltu ekki lengur. Þrjár aðrar skerðingar frá 2009 eru óleiðréttar svo og leiðrétting vegna kjaragliðnunarinnar.Stjórnin tók við góðu búi Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið státað af því, að flestir hagvísar séu orðnir mjög hagstæðir og hafa þeir gefið til kynna, að þetta væri núverandi ríkisstjórn að þakka. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fyrri ríkisstjórn, þ.e. stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, tókst mjög vel að skapa hagvöxt, draga úr verðbólgu og atvinnuleysi o.fl., þannig að núverandi stjórn tók við góðu búi. Þegar árið 2011 var orðinn myndarlegur hagvöxtur hér eða 2,7%. Var það mun meiri hagvöxtur en í flestum öðrum löndum V-Evrópu nema í Noregi. Árið 2012 var hagvöxtur 1,5% og árið 2013 var hagvöxtur 3,3%. Verðbólgan var 18,6%, þegar ríkisstjórn Jóhönnu tók við en var komin í 3,4% þegar stjórnin fór frá. Ríkissjóðshallinn var yfir 200 milljarðar í ársbyrjun 2009 en var kominn niður í einn milljarð 2013. Vöruskiptajöfnuðurinn var óhagstæður í ársbyrjun 2009 en varð snemma hagstæður á valdatímabili Jóhönnu. Þótt gengisfall krónunnar í kjölfar bankahrunsins hafi komið illa við almenning hjálpaði gengisfallið útflutningsatvinnuvegunum og ferðaiðnaðinum. Góðar makrílveiðar hjálpuðu einnig upp á þjóðarbúskapinn.Ójöfnuður eykst Enn sem komið er hefur núverandi ríkisstjórn valdið mörgum vonbrigðum. Hún hefur ekki staðið undir væntingum. Því miður hefur stjórnin aukið nokkuð ójöfnuð í þjóðfélaginu á ný. Breytingar þær, sem ríkisstjórnin gerði á skattkerfinu, juku ójöfnuð. Veiðigjöld útgerðarinnar voru lækkuð en gróði hefur verið í hæstu hæðum hjá útgerðinni sl. tvö ár. Auðlegðarskattur felldur niður. En skattar voru ekki lækkaðir á þeim lægst launuðu.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun