Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir er með fjölhæfari skemmtikröftum landsins en hún er jafnvíg á leiklist og söng auk þess sem hún er með vinsælli skemmtanastjórum landsins. Lífið er þó ekki alltaf dans á rósum hjá þessari fjölhæfu konu en hún upplifði andlegt og líkamlegt gjaldþrot fyrir stuttu. Hún tók þá ákvörðun að fara inn á Heilsustofnunina í Hveragerði með því markmiði að breyta gjörsamlega um lífsstíl sem henni tókst. Bryndís kom í heimsókn til Heilsugengisins á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sína sögu.
Solla Eiríks töfraði fram þessa girnilegu skúffuköku sem gleður sál og líkama.
Skúffukaka með saltri karamellu
150 g dökkt súkkulaði
150 g kókosolía, má líka nota smjör
3 egg
250 g kókospálmasykur
1 tsk. lífrænir vanilludropar
100 g spelt eða glútenlaust mjöl
1 dl valhnetur, smátt saxaðar
Sölt karamella
2 msk. möndlusmjör
1/3 dl kókosolía
2/3 dl sæta, til dæmis hlynsíróp eða kókospálmasykur
1 tsk. salt
Allt sett í blandara og blandað vel saman
Bræðið súkkulaði og olíu saman yfir vatnsbaði og kælið stutta stund. Hrærið eggjunum saman við ásamt sykrinum, vanilludropum og speltinu. Hellið deiginu í skúffukökuform, hellið karamellunni yfir ásamt valhnetunum og bakið í 22 mínútur við 165°C.
