Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. desember 2014 06:30 Síðasta embættisverkið áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét dómsmálin í hendur Ólafar Nordal á fimmtudag var að tilkynnt um að lögreglan á Hornafirði tilheyrði Norðausturkjördæmi. Fréttablaðið/GVA Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Á meðan Ólöf Nordal tók formlega við sem nýr innanríkisráðherra á Bessastöðum barst bæjarstjóranum á Hornafirði, Birni Inga Jónssyni, tilkynning um nýja reglugerð um að sveitarfélagið Hornafjörður teldist til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Með ákvörðun sinni ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, að lögreglan á Höfn yrði áfram í hans kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Þannig stöðvaði ráðherrann áform um flutning lögregluembættisins yfir í Suðurkjördæmi. Reglugerðin var síðasta verk Sigmundar Davíðs sem dómsmálaráðherra. „Ég trúði ekki eigin augum, ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera prentvilla,“ segir Björn Ingi Jónsson.Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri er reiður ákvörðun Sigmundar Davíðs og segist ekki hafa trúað tilkynningunni þegar hann fékk hana.Stjórnarþingmaður krefst skýringa Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, deilir á forsætisráðherra. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana.“ Undirbúningur að því að flytja lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi hefur staðið yfir síðan í sumar og var kominn á lokastig. Flutningurinn var áætlaður um áramót og var tilkominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Nýja reglugerðin kom sveitarstjórn Hornafjarðar og öllum í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga því á óvart, að sögn Björns Inga. „Í sumar var óskað sérstaklega yfir því að sveitarfélagið lýsti því yfir hvernig það sæi fyrir sér framtíð löggæslu. Eftir að þess var óskað fórum við í þá vinnu og kynntum niðurstöðuna, sem var sú að það væri langeðlilegast að löggæsla fylgi kjördæmamörkum. Það átti að taka tillit til okkar óska,“ segir bæjarstjórinn.Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, segir Sigmund Davíð þurfa að útskýra ákvörðun sína.Var búið að skipuleggja vaktir Búið var að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjóra og bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. „Um miðjan desember á ég svo boðaðan fund með lögreglustjóranum sem ætlaði að hitta alla framkvæmdastjóra sveitarfélaga í sínu umdæmi,“ segir Björn Ingi „Sigmundur Davíð setur svo reglugerð sem gengur þvert á það sem búið er að tala um undanfarnar vikur og algerlega án nokkurs samráðs, tíu mínútum áður en hann missir valdið,“ heldur bæjarstjórinn áfram. „Þetta eru vinnubrögð sem eiga ekki að eiga sér stað nú á árinu 2014. Það er mjög erfitt að túlka gjörninginn öðruvísi en að það hafi verið einhver þrýstingur.“Skrifaði strax bréf til þingmanna og ráðherra Björn Ingi skrifaði strax bréf til þingmanna og nýs innanríkisráðherra, Ólafar Nordal, og rekur hann málavexti. Meðal annars segir hann frá því að ráðuneytið hafi óskað eftir skoðun sveitarfélagsins á framtíðarskipulagi lögregluumdæmisins. Bæjarráð Hornafjarðar hefur tekið undir sjónarmið sem fram komu á fundi Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, að hagsmunum sveitarfélagsins verði best borgið með því að skipan lögreglumála fylgi kjördæmismörkum. „Við vorum fullvissuð um að hlustað yrði á afstöðu okkar. Við fengum fregnir af því að við ættum að fara að skipuleggja flutning á Suðurland og höfðum enga ástæðu til að ætla annað,“ segir Björn Ingi sem fer fram á að þingmenn beiti sér í því að þessi ákvörðun verði endurskoðuð.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira