Samkomulagi náð á framlengdum fundi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2014 08:00 194 þjóðir tóku þátt í Líma. Hér sést fólk lesa yfir plagg það er síðar var samþykkt. vísir/afp Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu. Loftslagsmál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu.
Loftslagsmál Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira