Teitur: Hlakka til að koma aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2014 06:00 Teitur er aðstoðarþjálfari Friðriks Inga Rúnarssonar hjá Njarðvík. fréttablaðið/valli Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“ Dominos-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Tíundu umferð Domino's-deildar karla lýkur í kvöld þegar Stjarnan tekur á móti Njarðvík í Ásgarði í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, snýr aftur í Garðabæinn í fyrsta sinn eftir að hann lét af störfum sem þjálfari Stjörnunnar í sumar. „Ég hlakka fyrst og fremst til að hitta gott fólk,“ segir Teitur sem hefur beðið lengi eftir þessum leik. „Ég leitaði eftir þessum leik í dagskrá vetrarins og svo skemmir ekki fyrir að þetta er sjónvarpsleikur líka. Það gerir þetta allt saman stærra,“ segir hann. Teitur átti stóran þátt í þeim mikla uppgangi sem verið hefur í Stjörnunni síðustu árin. Stjarnan varð bikarmeistari í tvígang undir stjórn Teits og komst tvívegis í lokaúrslitin í úrslitakeppninni. Liðið hafði aldrei leikið til úrslita í bikarnum né komist í úrslitakeppnina áður en Teitur tók við í desember árið 2008, er liðið var í fallsæti úrvalsdeildar karla. Liðin eru bæði með tíu stig í þéttum pakka um miðja deild og því mikilvæg stig í boði í kvöld. Stjörnumenn töpuðu fyrir toppliði KR í síðustu umferð en hafa verið á fínum skriði að undanförnu. Njarðvíkingar eru hins vegar að sleikja sárin eftir að hafa fallið óvænt úr leik gegn Skallagrími í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Þetta er heljarinnar pakki. Það eru nú tveir leikir eftir þar til að vetrarfríið hefst og getum við allt eftir gengi okkar komist upp í þriðja sætið eða fallið niður í það níunda,“ segir Teitur en Njarðvíkingar leita sér nú að nýjum Bandaríkjamanni eftir að samningi Dustins Salisbery var sagt upp. Salisbery spilar þó með Njarðvík fram að vetrarfríi. „Það er óskandi að hann stígi upp og láti okkur þjálfarana líta illa út. Mér heyrist að hann vilji gera það sjálfur,“ segir Teitur og bætir við að samskiptin við Salisbery hafi verið góð. „Það voru engin leiðindi í kringum þetta enda algjör toppdrengur.“
Dominos-deild karla Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira