Hefðbundið að veita orðu án tilkynningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2014 09:00 Forsætisráðherra var veittur stórkross þann 13. desember. vísir/gva Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi. Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Hefðbundið er að handhafar forsetavalds, forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar, séu sæmdir fálkaorðunni og að athöfnin fari fram á Bessastöðum. Ekki er hefð fyrir því að tilkynnt sé sérstaklega um veitinguna heldur sé hún skráð á heimasíðu forsetaembættisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands til fjölmiðla. Sami háttur hefur verið hafður á orðuveitingum til sendiherra erlendra ríkja. Í tilkynningunni kemur einnig fram að sá háttur hafi verið hafður á að fálkaorðan sé veitt tvisvar á ári, á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og nýársdag, 1. janúar. Þeim veitingum séu fjölmiðlar látnir vita af. Fáeinar orðuveitingar séu utan þessara tveggja daga og hafi ekki þótt ástæða fyrir því að tilkynna þær sérstaklega. Þann 13. desember síðastliðinn var Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra veittur stórkross hinnar íslensku fálkaorðu og Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis, veittur stórriddarakross degi áður. Það spurðist af orðuveitingunni núna um jólin og vakti hún nokkur viðbrögð í samfélaginu þegar fréttir af henni bárust á vefmiðlum. Allir forsætisráðherrar lýðveldisins, að fjórum undanskildum, hafa hlotið orðuna. Þeir sem hlutu hana ekki eru feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrímur Hermannsson auk þeirra Benedikts Gröndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Stig fálkaorðunnar eru fimm talsins. Hið fyrsta er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Næst kemur stórriddarakross, þar næst stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hún er eingöngu borin af þjóðhöfðingjum. „Íslendingar hafa ekki mikla hefð fyrir svona vegtyllum og lengi framan af þótti þetta vafasamur heiður,“ sagði Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur í hádegisfréttum Bylgjunnar. Það þótti bera vott um konungshollustu að vera sæmdur orðunum. Fálkaorðunni var komið á fót í opinberri heimsókn Kristjáns X. Danakonungs árið 1921 og var konungur fyrsti stórmeistari orðunnar. Sá titill er nú forsetans. „Þetta er auðvitað ákveðin arfleifð frá eldri tíma og sérstaklega þessi riddaranafnbót sem tengist þessu og þessi mismunandi stig regluverksins. Það kannski hljómar svolítið einkennilega nú til dags að sumir séu á einhvern hátt merkilegri en aðrir,“ segir Guðmundur Hálfdánarson og bætir við að ræturnar liggi í löngu horfnu samfélagi.
Fálkaorðan Tengdar fréttir Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Segir orðuveitinguna falla illa að lýðræðishugmyndum okkar í dag Veiting fálkaorðunnar á sér rætur í gamalgrónum aðalsiðum þar sem riddarareglur eru við lýði og skipa fólki í virðingarstiga þótt engin afrek stæðu að baki. 26. desember 2014 13:37