Segist hafa haft á röngu að standa varðandi dönsku skopteikningarnar Jakob Bjarnar skrifar 8. janúar 2015 12:03 Auður Jónsdóttir segist hafa, fyrir tæpum tíu árum, ruglað saman ólíkum málum sem hættulegt er að rugla þeim saman. Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“ Charlie Hebdo Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Morðin í París, þar sem ráðist var inn á skrifstofur vikuritsins Charlie Hebdo, skoprit þar sem ritstjórnarstefna er sú að ekkert sé heilagt; á síðum ritsins er gert grín að öllu, og 12 manns myrtir með köldu blóði, á sér aðdraganda. Á sínum tíma geisaði mikil umræða um hvort réttlætanlegt hafi verið af Jylland-Posten í Danmörku að birta myndir af Múhameð spámanni – myndir sem ollu miklum usla. Auður Jónsdóttir rithöfundur var ein þeirra sem tók þátt í þeirri umræðu og afstaða hennar var sú að Jyllands-Posten hefði átt að sýna tillitssemi og það hafi verið mistök að birta myndirnar. Hún segist nú hafa haft á röngu að standa. „En fyrir tæpum tíu árum ruglaði ég saman ólíkum málum og það er hættulegt að rugla þeim saman. Glæpurinn í París á líklega eftir að hafa afleiðingar, slæmar fyrir margt gott fólk, en það má aldrei gleyma því að tjáningarfrelsið er heilagt,“ skrifar Auður á Facebooksíðu sína og birtir með myndirnar umdeildu úr Jylland-Posten. Auður er búsett úti í Berlín ásamt manni sínum Þórarni Leifssyni, sem einmitt er skopmyndateiknari með meiru. Og líkast sennilega eru ýmsir sem eru, líkt og Auður, að endurskoða afstöðu sína til tjáningarfrelsisins í kjölfar atburðanna í París. „Það var mjög áköf umæða í Danmörku á þessum tíma og reyndar var hún almennt lituð ákveðnum fordómum í garð bæði múslima og innflytjenda og einmitt það gerði þetta flókið því maður vildi taka upp hanskann fyrir saklaust fólk, enda hin fína lína á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis afar óljós og efni í óteljandi pælingar,“ segir Auður í samtali við Vísi. „Seinna, með tímanum, varð mér smám saman ljóst, að þrátt fyrir allt höfðu þessar myndir gefið mér margt. Þær urðu til þess að ég fór að velta tjáningarfrelsinu svo mikið fyrir mér, hvað það eiginlega þýðir og hvers virði það er. Ég held, satt að segja, að ég myndi hugsa öðruvísi í dag ef ekki fyrir þessar myndir sem ég fékk eiginlega á heilann og las óteljandi greinar og pælingar þeim viðkomandi. Á endanum urðu þær til þess að mér varð ljóst að tjáningarfrelsið er æðra okkur, einmitt það fær okkur til að skilja ranghugmyndir okkar en stundum tekur það tíma og maður þarf að fikra sig eftir allskonar flækjustígum.“ En, má einhver niðurstaða fást í þá umræðu, voru einhverjar raddir ofan á eins og til dæmis þær að þeir á Jyllands-Posten hafi getað sjálfum sér um kennt og átt skilið þau ofsafengnu viðbrögð sem þeir þá máttu mæta? „Umræðan um þessar myndir er út af fyrir sig svo dýrmæt. Hún var svo nauðsynleg, allar þessar ólíku raddir sem heyrðust. Raddir sem hefðu aldrei heyrst ef þær hefðu ekki birst og fengu fólk til að hugsa um myndirnar í stærra samhengi og þá á ég við frá öllum hliðum. Þær fengu fólk til að rífast og rökræða og hugsa,“ segir Auður og bætir því við að öll þessi umræða sé líka bensín á bál fordóma: „En ég held, þegar öllu er á botninn hvolft, að miklu meira gott en vont hafi komið út úr birtingu þeirra. Hlutir sem þurftu að koma upp á yfirborðið og hefðu gert það, fyrr en seinna.“
Charlie Hebdo Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira