McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:15 Conor stekkur yfir búrið. vísir/getty Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45
Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30