Stórt skref var stigið í átt að risabardaga Manny Pacquiao og Floyd Mayweather eftir að Pacquiao náði samningum um bardagann.
Nú er allt undir Mayweather komið að láta þennan draumbardaga hnefaleikaáhugamanna verða að veruleika.
Hnefaleikaáhugamenn hafa látið sig dreyma um að sjá þessa tvo mætast í hringnum og það er núna eða aldrei enda eru kapparnir ekkert að yngjast.
Pacquiao er sama þó Mayweather fái stærri hlut af kökunni sem verður líklega sú stærsta í sögu hnefaleikanna ef þeir berjast. Hann vill bara berja á Mayweather. Sagt er að hann hafi samið um að fá 40 prósent af hagnaði kvöldsins.
Pacquiao hefur samþykkt að nota ákveðna hanska sem og að gangast undir lyfjapróf hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu.
Búið að semja við Pacquiao og beðið eftir Mayweather

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

Fleiri fréttir
