Jón Rúnar: Sigurður Óli gortaði sig af dómnum á þjálfaranámskeiði KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2015 21:53 Sigurður Óli Þórleifsson Vísir/Valli Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, er langt frá því að vera sáttur með frammistöðu aðstoðardómarans Sigurðar Óla Þórleifssonar í úrslitaleik pepsi-deildarinnar 2014 en það kemur fram í pistli Jóns Rúnars á heimasíðu FH-inga sem ber nafnið: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni. Jón Rúnar segir þetta verða „eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi," og þá furðar Jón Rúnar sig á því að Sigurður Óli hafi verið verðlaunaður fyrir frammistöðuna með því að vera sendur út sem fulltrúi Íslands í dómgæslu í Evrópuleik. „Við FH-ingar máttum þola tap á móti góðu liði Stjörnunnar í hreinum úrslitaleik sem fram fór í Krikanum þann 4. október s.l. Þegar ég segi þola tap, á ég við þá staðreynd að mistök dómarateymisins réðu niðurstöðu leiksins," skrifar Jón Rúnar og bætir við: „Það er þreytt umræða að segja mistök dómara vera sjálfsagðan hluta af leiknum og að jafna mistökum dómara við mistök leikmanna. Að halda því fram að okkar leikmenn hafi bara átt að nýta færin sín betur er dapurlegt, það er verið að segja að okkar leikmenn hefðu í raun þurft, vegna mistaka dómarateymisins, að skora a.m.k. tvö mörk fyrir hvert eitt sem andstæðingurinn skorar," skrifar Jón Rúnar. Jón Rúnar fer sérstaklega yfir þátt Sigurðar Óla sem hann nafngreinir aldrei heldur talar um sem aðstoðardómara eitt. „Áður en lengra er haldið verður ekki hjá því komist að minnast á A1 (aðstoðardómara 1). Þessi sami einstaklingur tók þátt í 15 leikjum í Pepsídeild karla 2014. Af þessum 15 leikjum var hann settur á sex leiki hjá FH og í þeim öllum sem A1, í a.m.k. þremur af þessum leikjum gerði hann afdrifarík mistök sem öll féllu á móti FH. Það má geta þess að hann var einnig settur á fimm leiki hjá öðru liði þar sem hann gerði afdrifarík mistök í þremur leikjum en þau féllu öll með því liði. Ef þetta væri leikmaður þá væri verið að skoða málin, segi ekki meir," skrifar Jón Rúnar en hann er ekki hættur: „Hvað tekur svo við hjá þessum A1 dómara eftir að hann hafði sýnt af sér eina lélegustu frammistöðu sem sést hefur frá upphafi? Hann er sendur sem fulltrúi okkar til dómgæslu í Evrópuleik. Það er sem frammistaða manna hafi ekki neitt með áframhaldandi verkefni að gera,menn eru ekki settir á bekkinn í „dómarafélaginu“. Eins og það sé ekki nóg hjá þessum aðila að gera upp á bak eins og sagt er heldur finnur hann sig í því að hafa frammistöðu sína í flimtingum og í raun gorta sig af eins og hann gerði á þjálfaranámskeiði sem haldið var á vegum KSÍ. Er nema von að mönnum fari ekki fram," skrifar Jón Rúnar. Allan pistil Jón Rúnars á fh-ingar. net má finna hér: Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38 Mest lesið Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Fleiri fréttir Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Sjá meira
Jón Rúnar í pistli á FH-síðunni: Er þetta sami maðurinn og skrifaði skýrslu dómara? Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, skrifar í kvöld ítarlegan pistil inn á heimasíðu FH-inga undir nafninu „Að una ekki niðurstöðu en lifa með henni,“ þar sem hann fer yfir framkvæmd leiks FH og Stjörnunnar í lokaumferð Pepsi-deildar karla. 12. janúar 2015 21:38
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti