Leitin að Boumeddiene heldur áfram Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. janúar 2015 17:57 Umfangsmikil leit er nú gerð að Boumeddiene. Vísir/AFP Eftir þriggja daga upplausnarástand í París, þar sem 17 voru drepnir í hryðjuverkaárás og tveimur gíslatökum, eru frönsk yfirvöld enn að leita að fyrrverandi unnustu eins af gíslatökumönnunum sem féllu í aðgerðum lögreglu í París í gær. Konan, sem er fædd árið 1988, heitir Hayat Boumeddiene og er grunuð um aðild að árás sem gerð var á fimmtudag þar sem lögreglukona lét lífið. Hayat Boumeddiene, sem lögreglan segir að sé vopnuð og hættuleg, er fyrrverandi kærasta Amedy Coulibaly, mannsins sem tók fjölda einstaklinga gíslingu í matvöruverslun í París á föstudag. Coulibaly banaði fjóra viðskiptavini verslunarinnar þegar hann réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum, samkvæmt saksóknaraembætti í París.Í sambandi við bræðurna Boumeddiene er 26 ára gömul og ein sjö systkina. Móðir hennar lést árið 1994, þegar Boumeddiene var sex ára gömul, og var hún sett í fóstur ásamt nokkrum systkina sinna þar sem faðir hennar gat ekki séð fyrir þeim. Hún var gift Coulibaly árið 2009 í trúarathöfn þar sem hún sjálf var ekki viðstödd en athöfnin er ekki viðurkennd samkvæmt frönskum lögum. Hún bjó með honum í Bagneux, úthverfi Parísar. Þar bjó hún á meðan Coulibaly var í fangelsi en honum var sleppt á síðasta ári.Sjá einnig: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Saksóknari í París, François Molins, segir að Boumeddiene hafi verið í miklu sambandi við eiginkonu Cherif Kouachi, annars bræðranna sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á skrifstofur vikublaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag. Bræðurnir féllu í aðgerðum lögreglu í gær en þeir voru þá búnir að taka gísla í prentsmiðju í Dammartin-en-Goële. Molins segir að þær hafi talað saman yfir 500 sinnum í síma á síðasta ári. Guardian segir einnig frá því að Boumeddiene hafi varið með Coulibaly og Kouachi í heimsóknir til Djamel Beghal, sem er róttækur predikari sem situr nú í stofufangelsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir hryðjuverk. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal. Boumeddiene er strangtrúaður múslími og var, að sögn Le Parisien, sagt upp störfum í matvöruverslun eftir að hafa farið fram á að klæðast niqab, sem hylur andlitið. Le Monde hefur birt myndir af henni frá árinu 2010 þar sem hún klæðist niqab og mundar lásboga.Birtu nöfn hinna látnu CRIF, sem eru samtök gyðinga í Frakklandi, upplýstu um nöfn fórnarlamba Coulibaly í dag, en þau voru öll gyðingar. Þau hétu Yoav Hattab, Philippe Braham, Yohan Cohen og François-Michel Saada. Samtökin fordæmdi líka árásina. „Þessir frönsku ríkisborgarar voru drepnir köldu blóði, af því að þau voru gyðingar,“ segir í yfirlýsingu CRIF.Sjá einnig: Blaðamenn ræddu við árásarmennina Þrátt fyrir að aðgerðum í París sé ekki enn lokið hafa tugþúsundir manna safnast saman víða um landið á samstöðufundum. Slíkir fundir hafa farið fram í Nice, Orleans og Caen í dag en fjölmennasti fundurinn fór líklega fram í París þar sem um 30 þúsund komu saman til að minnast hinna látnu. Boðað hefur verið til samstöðufundar á morgun í París og hafa David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, öll boðað komu sína. Charlie Hebdo Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira
Eftir þriggja daga upplausnarástand í París, þar sem 17 voru drepnir í hryðjuverkaárás og tveimur gíslatökum, eru frönsk yfirvöld enn að leita að fyrrverandi unnustu eins af gíslatökumönnunum sem féllu í aðgerðum lögreglu í París í gær. Konan, sem er fædd árið 1988, heitir Hayat Boumeddiene og er grunuð um aðild að árás sem gerð var á fimmtudag þar sem lögreglukona lét lífið. Hayat Boumeddiene, sem lögreglan segir að sé vopnuð og hættuleg, er fyrrverandi kærasta Amedy Coulibaly, mannsins sem tók fjölda einstaklinga gíslingu í matvöruverslun í París á föstudag. Coulibaly banaði fjóra viðskiptavini verslunarinnar þegar hann réðist inn í verslunina vopnaður tveimur Kalashnikov-hríðskotarifflum, samkvæmt saksóknaraembætti í París.Í sambandi við bræðurna Boumeddiene er 26 ára gömul og ein sjö systkina. Móðir hennar lést árið 1994, þegar Boumeddiene var sex ára gömul, og var hún sett í fóstur ásamt nokkrum systkina sinna þar sem faðir hennar gat ekki séð fyrir þeim. Hún var gift Coulibaly árið 2009 í trúarathöfn þar sem hún sjálf var ekki viðstödd en athöfnin er ekki viðurkennd samkvæmt frönskum lögum. Hún bjó með honum í Bagneux, úthverfi Parísar. Þar bjó hún á meðan Coulibaly var í fangelsi en honum var sleppt á síðasta ári.Sjá einnig: Umsátrinu í París lokið: Gíslatökumennirnir féllu í aðgerðum lögreglu Saksóknari í París, François Molins, segir að Boumeddiene hafi verið í miklu sambandi við eiginkonu Cherif Kouachi, annars bræðranna sem grunaðir eru um að hafa ráðist inn á skrifstofur vikublaðsins Charlie Hebdo á miðvikudag. Bræðurnir féllu í aðgerðum lögreglu í gær en þeir voru þá búnir að taka gísla í prentsmiðju í Dammartin-en-Goële. Molins segir að þær hafi talað saman yfir 500 sinnum í síma á síðasta ári. Guardian segir einnig frá því að Boumeddiene hafi varið með Coulibaly og Kouachi í heimsóknir til Djamel Beghal, sem er róttækur predikari sem situr nú í stofufangelsi eftir að hafa verið dæmdur fyrir hryðjuverk. Að sögn Le Monde voru Coulibaly og Cherif Kouachi tveir af nánustu fylgjendum hins dæmda hryðjuverkamanns, Djamel Beghal. Boumeddiene er strangtrúaður múslími og var, að sögn Le Parisien, sagt upp störfum í matvöruverslun eftir að hafa farið fram á að klæðast niqab, sem hylur andlitið. Le Monde hefur birt myndir af henni frá árinu 2010 þar sem hún klæðist niqab og mundar lásboga.Birtu nöfn hinna látnu CRIF, sem eru samtök gyðinga í Frakklandi, upplýstu um nöfn fórnarlamba Coulibaly í dag, en þau voru öll gyðingar. Þau hétu Yoav Hattab, Philippe Braham, Yohan Cohen og François-Michel Saada. Samtökin fordæmdi líka árásina. „Þessir frönsku ríkisborgarar voru drepnir köldu blóði, af því að þau voru gyðingar,“ segir í yfirlýsingu CRIF.Sjá einnig: Blaðamenn ræddu við árásarmennina Þrátt fyrir að aðgerðum í París sé ekki enn lokið hafa tugþúsundir manna safnast saman víða um landið á samstöðufundum. Slíkir fundir hafa farið fram í Nice, Orleans og Caen í dag en fjölmennasti fundurinn fór líklega fram í París þar sem um 30 þúsund komu saman til að minnast hinna látnu. Boðað hefur verið til samstöðufundar á morgun í París og hafa David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, öll boðað komu sína.
Charlie Hebdo Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sjá meira