Grunur um Ebólusmit í Danmörku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. janúar 2015 09:10 Hátt í átta þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og yfir tuttugu þúsund eru sýktir. Vísir/AFP Grunur leikur á að dönsk hjúkrunarkona sem hafði verið við störf í Sierra Leone í Vestur-Afríku sé smitað af ebólu. Hjúkrunarfræðingurinn er kominn til Árhúsa í Danmörku en ekki hefur fengist staðfest hvort um ebólusmit sé að ræða. Konan mun hafa verið að meðhöndla ebólusýktan einstakling þegar hún kom auga á gat á öðrum hanska sínum. Hún gerði heilbrigðisyfirvöldum því vart við og fór hún með flugi á háskólasjúkrahúsið í Árhúsum. Þar var hún færð í einangrun en enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort um ebólusmit sé að ræða. Danskir fjölmiðlar greina frá því að í gær hafi ákvörðun verið tekin um að senda konuna heim til sín þar sem hún verður í áframhaldandi sóttkví, en undir ströngu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Þar verður hún líklega næstu daga, eða þar til í ljós kemur hvort um smit sé verið að ræða eða ekki. Ekki hefur orðið vart við einkenni en alla jafna eru það í fyrstu hefðbundin flensueinkenni. Ebóla getur verið bráðsmitandi komist fólk í tæri við líkamsvessa af einhverju tagi og deyja flestir sem af henni smitast, eða hátt í sjötíu prósent. Hátt í átta þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og yfir tuttugu þúsund eru sýktir. Ebóla Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Grunur leikur á að dönsk hjúkrunarkona sem hafði verið við störf í Sierra Leone í Vestur-Afríku sé smitað af ebólu. Hjúkrunarfræðingurinn er kominn til Árhúsa í Danmörku en ekki hefur fengist staðfest hvort um ebólusmit sé að ræða. Konan mun hafa verið að meðhöndla ebólusýktan einstakling þegar hún kom auga á gat á öðrum hanska sínum. Hún gerði heilbrigðisyfirvöldum því vart við og fór hún með flugi á háskólasjúkrahúsið í Árhúsum. Þar var hún færð í einangrun en enn sem komið er liggur ekki fyrir hvort um ebólusmit sé að ræða. Danskir fjölmiðlar greina frá því að í gær hafi ákvörðun verið tekin um að senda konuna heim til sín þar sem hún verður í áframhaldandi sóttkví, en undir ströngu eftirliti heilbrigðisstarfsfólks. Þar verður hún líklega næstu daga, eða þar til í ljós kemur hvort um smit sé verið að ræða eða ekki. Ekki hefur orðið vart við einkenni en alla jafna eru það í fyrstu hefðbundin flensueinkenni. Ebóla getur verið bráðsmitandi komist fólk í tæri við líkamsvessa af einhverju tagi og deyja flestir sem af henni smitast, eða hátt í sjötíu prósent. Hátt í átta þúsund hafa orðið faraldrinum að bráð og yfir tuttugu þúsund eru sýktir.
Ebóla Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira