Kolbeinn með rafmagnsgítarinn og Guðjón Valur í bakröddunum | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2015 11:30 Vísir/Getty og Eva Björk Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó. Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sjá meira
Eyjólfur Kristjánsson fékk nýstárlega og skemmtilega hjálp þegar hann gerði nýja útgáfu af lagi sínu „Ég lifi í draumi" sem varð á sínum tíma í þriðja sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins 1986. Að þessu sinni þá leitaði Eyjólfur til besta íþróttafólks landsins og fékk það til að aðstoða sig við flutning lagsins. Íþróttafólkið mætti í stúdíó og tók lagið með Eyva en allt var þetta gert fyrir nýja Lottó-auglýsingu sem minnir á hversu ótrúlega marga íþróttamenn og konur fólk styður þegar það spilar með í Lottó. Meðal þeirra íþróttafólks sem sjá má í þessu myndbandi hér fyrir neðan eru körfuboltamaðurinn Pavel Ermolinskij sem er á bassanum, knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sem er með rafmagnsgítarinn, knattspyrnumarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sem er á píanóinu, knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir sem sér um hljómborðið, spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem slær á trommu, kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson sem er með fiðluna og handboltamaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson sem er í bakröddunum með Alexander Petersson. Þá má ekki gleyma kórnum sem er undir stjórn Ágústs Jóhannssonar, landsliðsþjálfara kvenna í handbolta eða landsliðsþjálfurunum í fótbolta, Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, sem stjórna upptökunni á laginu. Hér fyrir neðan má bæði myndbandið með laginu sem og myndband um gerð lagsins en þar koma fyrir lýsendurnir góðkunnu Einar Örn Jónsson hjá RÚV og Guðmundur Benediktsson hjá Stöð 2 Sport. „Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi!," segir um lagið á fésbókarsíðu Lottó sem og: „Við frumsýndum þessa auglýsingu um helgina til að minna á hversu ótrúlega marga þú styður þegar þú spilar með! Þú heldur ósjálfrátt með öllum!" Í lok myndbandsins má síðan finna lista yfir allt það íþróttafólk sem tók þátt í flutningnum á einkennislagi nýju markaðsherferðar Lottó.Nýja myndbandið við 'Ég lifi í draumi' ´ Um gerð myndbandsins. Innlegg frá Lottó.
Íslenski boltinn Frjálsar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Tap í síðasta leik fyrir EM Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Sjá meira