Magnús Ingi: Ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2015 23:00 Magnús Ingi fyrir miðju. Páll Bergmann Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. Magnús Ingi (4-0-1) segist ekki hafa átt von á þessum árangri áður en hann tók sinn þriðja MMA bardaga í apríl í fyrra. „Ég hafði rosalega litla trú á strikinginu mínu í upphafi síðasta árs og var í rauninni að æfa miklu meiri glímu heldur en box. Það kom mér því rosalega á óvart að ég skyldi hafa rotað alla þrjá andstæðinga mína í fyrra og sá það ekki fyrir. Ég bjóst frekar við sigrum með uppgjafartaki.“ Magnús hélt að hann væri lang sterkastur í gólfinu en er nú á öðru máli. „Ég myndi segja að ég væri mjög well rounded núna. Núna veit ég að ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður.“ Eftir að hafa klárað alla bardaga sína í fyrra í fyrstu lotu blundar í Magnúsi þrá að taka aðeins lengri bardaga. „Mig langar að fara í þriggja lotu bardaga þar sem ég vinn eftir dómaraákvörðun. Ég vil fá þessa reynslu áður en ég fer í atvinnumannabardaga en það styttist rosalega í það. Átökin þar verða auðvitað rosaleg þar sem þar eru lengri lotur og betri andstæðingar. Ég er alltaf með endalausa orku eftir bardagann og þarf oft að fá að glíma smá til að ná mér niður.“ Mjölnir og SBG bardagaklúbburinn í Írlandi eru í góðu samstarfi og koma írskir bardagamenn reglulega hingað til lands að æfa en þar á meðal er UFC bardagamennirnir Conor McGregor, Cathal Pendred og Paddy Holohan. „Ég græddi rosalega mikið á að æfa með þeim síðasta sumar, sérstaklega að sparra við Conor [McGregor], hann er með rosalega gott flæði og er út um allt. Mér finnst líka gott að hugsa til þess að Conor var á sama stað og ég er núna á einhvern tímann á ferlinum en í dag er hann risastór UFC stjarna. Sama með Gunna [Gunnar Nelson], þetta er allt bara fyrir framan mann. Þetta eru æfingafélagar manns og þessi leið er bara galopin fyrir mann.“ Framundan hjá Magnúsi er bardagi 7. mars í Shinobi War bardagsamtökunum. Andstæðingur Magnúsar hefur sigrað alla fimm bardaga sína og ætti því að vera verðugur andstæðingur. „Ég hef mjög mikla trú á því að ég sé að fara að vinna, jafnvel í 1. lotu. Síðan er aðal stefnan á þessu ári að fara í atvinnumennsku, helst eftir sumarið.“GamanFerðir verða með ferð á bardagana en auk Magnúsar keppa þeir Birgir Örn Tómasson og Bjarki Ómarsson á bardagakvöldinu. „Það gefur mér ennþá meiri ástæðu til að vinna ef það koma Íslendingar út að horfa á. Ég er ekki að fara að tapa fyrir framan Íslendinga, ekki séns.“ Viðtalið í heild sinni má lesa á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér í fréttinni. 7. desember 2014 22:00 Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti. 4. desember 2014 22:00 Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. 19. október 2014 22:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný kom við sögu í sigri West Ham Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
Magnús Ingi Ingvarsson átti frábært ár í fyrra er hann sigraði alla MMA bardaga sína með rothöggi í fyrstu lotu. Magnús æfir í Mjölni og keppir sinn sjötta MMA bardaga í mars. Magnús Ingi (4-0-1) segist ekki hafa átt von á þessum árangri áður en hann tók sinn þriðja MMA bardaga í apríl í fyrra. „Ég hafði rosalega litla trú á strikinginu mínu í upphafi síðasta árs og var í rauninni að æfa miklu meiri glímu heldur en box. Það kom mér því rosalega á óvart að ég skyldi hafa rotað alla þrjá andstæðinga mína í fyrra og sá það ekki fyrir. Ég bjóst frekar við sigrum með uppgjafartaki.“ Magnús hélt að hann væri lang sterkastur í gólfinu en er nú á öðru máli. „Ég myndi segja að ég væri mjög well rounded núna. Núna veit ég að ég þarf ekki nema eitt högg til að slá menn niður.“ Eftir að hafa klárað alla bardaga sína í fyrra í fyrstu lotu blundar í Magnúsi þrá að taka aðeins lengri bardaga. „Mig langar að fara í þriggja lotu bardaga þar sem ég vinn eftir dómaraákvörðun. Ég vil fá þessa reynslu áður en ég fer í atvinnumannabardaga en það styttist rosalega í það. Átökin þar verða auðvitað rosaleg þar sem þar eru lengri lotur og betri andstæðingar. Ég er alltaf með endalausa orku eftir bardagann og þarf oft að fá að glíma smá til að ná mér niður.“ Mjölnir og SBG bardagaklúbburinn í Írlandi eru í góðu samstarfi og koma írskir bardagamenn reglulega hingað til lands að æfa en þar á meðal er UFC bardagamennirnir Conor McGregor, Cathal Pendred og Paddy Holohan. „Ég græddi rosalega mikið á að æfa með þeim síðasta sumar, sérstaklega að sparra við Conor [McGregor], hann er með rosalega gott flæði og er út um allt. Mér finnst líka gott að hugsa til þess að Conor var á sama stað og ég er núna á einhvern tímann á ferlinum en í dag er hann risastór UFC stjarna. Sama með Gunna [Gunnar Nelson], þetta er allt bara fyrir framan mann. Þetta eru æfingafélagar manns og þessi leið er bara galopin fyrir mann.“ Framundan hjá Magnúsi er bardagi 7. mars í Shinobi War bardagsamtökunum. Andstæðingur Magnúsar hefur sigrað alla fimm bardaga sína og ætti því að vera verðugur andstæðingur. „Ég hef mjög mikla trú á því að ég sé að fara að vinna, jafnvel í 1. lotu. Síðan er aðal stefnan á þessu ári að fara í atvinnumennsku, helst eftir sumarið.“GamanFerðir verða með ferð á bardagana en auk Magnúsar keppa þeir Birgir Örn Tómasson og Bjarki Ómarsson á bardagakvöldinu. „Það gefur mér ennþá meiri ástæðu til að vinna ef það koma Íslendingar út að horfa á. Ég er ekki að fara að tapa fyrir framan Íslendinga, ekki séns.“ Viðtalið í heild sinni má lesa á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér í fréttinni. 7. desember 2014 22:00 Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti. 4. desember 2014 22:00 Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. 19. október 2014 22:15 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný kom við sögu í sigri West Ham Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
Enn eitt rothögg Magnúsar Inga | Myndband Þrír meðlimir Keppnisliðs Mjölnis börðust í Doncaster í gær. Magnús Ingi Ingvarsson sigraði Tom Tynan eftir glæsilegt rothögg í fyrstu lotu í gær. Myndband af rothögginu má sjá hér í fréttinni. 7. desember 2014 22:00
Mjölnismenn berjast í Doncaster um helgina Þrír vaskir bardagakappar frá Mjölni munu keppa í MMA um helgina í Doncaster, Englandi. Þeir Bjarki Ómarsson, Þórir Örn Sigurðsson og Magnús Ingi Ingvarsson lögðu af stað til Englands í morgun ásamt föruneiti. 4. desember 2014 22:00
Myndband | Glæsilegt rothögg Magnúsar Þrír íslenskir bardagamenn úr Mjölni kepptu í AVMA bardagasamtökunum í gærkvöldi. Kvöldið var frábært í alla staði en þremenningarnir kláruðu allir sína bardaga. Magnús Ingi Ingvarsson rotaði andstæðing sinn eftir aðeins 39 sekúndur í fyrstu lotu. 19. október 2014 22:15