Fagna tíunda Stórmóti ÍR í nýju Laugardalshöllinni með nýju meti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 14:24 Vísir/Vilhelm Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll. Frjálsar íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Yfir 800 keppendur hafa skráð sig til leiks á nítjánda Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fer fram um helgina en þetta er nýtt þáttökumet. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍR-ingum. Stórmóti ÍR hefur frá árinu 2010 laðað til sín yfir 700 þátttakendur á hverju ári og fest sig í sessi sem stærsta frjálsíþróttamót landsins á hverju ári. Að þessu sinni eru 804 keppendur frá 32 félögum eru skráðir til leiks sem gerir það að stærsta mótinu frá upphafi. Allar helstu stjörnur innanhússfrjálsíþrótta á landinu munu keppa á mótinu um helgina. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR mun hlaupa 200 metra og 400 metra hlaup, Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er skráð til keppni í 60 metra hlaupi, 200 metra hlaupi og langstökki en báðar hafa náð lágmarki til keppni á EM innanhúss sem fram fer í mars. Aðrir sem munu gera atlögu að lágmörkum fyrir EM á á Stórmóti ÍR eru Óðinn Björn Þorsteinsson úr ÍR í kúluvarpi, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR í 60 metra hlaupi, Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA og Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR í 400 metra hlaupi, Þorsteinn Ingvarsson úr ÍR og Kristinn Torfason úr FH í langstökki, Einar Daði Lárusson úr ÍR í 60 metra grindahlaupi, Kristinn Þór Kristinsson úr HSK í 800 metra hlaupi og Krister Blær Jónsson úr ÍR í stangarstökki. Á mótinu verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest. Mótið var fyrst haldið í tilefni af 90 ára afmæli ÍR árið 1997 og þá í gömlu Laugardalshöllinni sem alþjóðlegt boðsmót. Árið 2000 var mótið opnað fyrir almenna þátttöku og einnig fyrir yngri aldursflokka. Þá var keppendafjöldi 220. Frá árinu 2006 hefur mótið svo verið haldið við frábærar aðstæður í nýju Laugardalshöllinni/frjálsíþróttahöllinni. Þátttakendafjöldin hefur tvöfaldast á þeim tíu árum sem Stórmót ÍR hefur verið haldið í Laugardalshöll.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira