Friðrik Dór sækir grunnskólana heim fyrir Eurovision Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2015 22:16 Friðrik Dór var í Sæmundarskóla í Grafarholti í morgun þar sem hann spilaði fyrir um fimm hundruð börn. Vísir/Ernir „Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“ Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Við höfum farið í nokkra grunnskóla. Við höfum sent út boð á skólastjórnendur og spurt hvort þeir hefðu áhuga á að fá okkur í heimsókn,“ segir Friðrik Dór sem flytur lagið Í síðasta skipti eftir lagahöfundana í StopWaitGo á úrslitakvöldi Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardag. Friðrik segir að í morgun hafi hann verið í Sæmundarskóla í Grafarholti þar sem þeir hafi spilað fyrir um fimm hundruð börn. „Að sjálfsögðu höfum við ekki verið með beinan áróður. Við syngjum nokkur lög og Eurovision-lagið þeirra á meðal.“ Friðrik segir baráttuna klárlega vera mikla fyrir úrslitakvöldið enda fullt af flottum lögum og flottum flytjendum. „Ég efast ekkert um það að menn séu að reyna að ota sínum tota þar sem þeir geta. Við erum að reyna að breiða út boðskapinn með hinum ýmsu leiðum, hvort sem það eru samfélagsmiðlar eða heimsóknir á staði þar sem hægt er að hitta fyrir mikinn fjölda fólks, bæði vinnustaði og skóla.“ Að sögn Friðriks er hann ekki með tölu á fjölda þeirra grunnskóla sem hann hafi farið í til að syngja síðustu daga og vikur. „Þetta er þó enginn agalegur fjöldi.“ Friðrik segir annars að laugardagurinn leggist vel í sig. „Við erum að skoða hina ýmsu hluti sem snúa að okkar atriði, fínpússa þetta eitthvað til. Við erum bjartsýnir á að flutningurinn gangi vel en svo veit maður ekkert hvernig kosningin fer. Það er eitthvað sem við höfum engin áhrif eða stjórn á. Það eina sem við getum gert er að hafa atriðið þannig að öllum líði vel. Það er flott umgjörð í kringum þetta og það er virkilega skemmtilegt að fá að taka þátt í þessu öllu saman.“
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15 Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37
Myndasyrpa frá undanúrslitum Eurovision Ljósmyndarinn Þórdís Inga Þórarinsdóttir fangaði stemninguna í gær. 8. febrúar 2015 15:45
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Líflegar Eurovision umræður á Twitter Á Ríkissjónvarpinu stendur nú yfir síðara undankvöld undankeppni Eurovision. 7. febrúar 2015 21:15
Helga Möller var hvorki stressuð né með Parkinson Sendi frá sér tilkynningu á Facebook eftir fjölda fyrirspurna um veikind eftir sjónvarpsútsendingu í gær. 8. febrúar 2015 17:02