Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2015 11:00 Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís, kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Forsvarsmenn Söngvakeppni Sjónvarpsins hafa brotið gegn eigin reglum með því að opinbera ekki nöfn fimm manna dómnefndar viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar. Þessi fimm manna dómnefnd mun hafa helmingsvægi á móti símakosningu almennings í úrslitaþættinum næstkomandi laugardagskvöld. Samkvæmt 22. grein í reglum um Söngvakeppni Sjónvarpsins ber að opinbera nöfn dómnefndarmanna í síðasta lagi viku fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnar og því ljóst að ekki hefur verið farið eftir þessari reglu. „Því miður þurfti aðeins að breyta til þannig að við þurfum daginn í dag til að festa þetta,“ segir Hera Ólafsdóttir, verkefnastjóri keppninnar um þetta brot á reglum Söngvakeppninnar. Hera segir tilkynningar að vænta síðar í dag eða á morgun þar sem nöfn dómnefndarmanna verða opinberuð.Haukur Heiðar flytur Milljón augnablik sem var valið af leynidómnefnd í úrslitaþátt Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið er Karl Olgeir Olgeirsson sem á einnig texta lagsins ásamt Hauki Heiðari. Vísir/Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Leynidómnefndin ekki opinberuð Seinna undankvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram síðastliðinn laugardag og er nú ljóst hvaða lög keppa um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem fer fram í Vín í Austurríki í maí. Sex þessara laga voru valin af almenningi í gegnum símakosningu en lag Karls Olgeirs Olgeirssonar, Milljón augnablik, var valið inn í úrslitaþáttinn af sérstakri dómnefnd. Lagið er flutt af Hauki Heiðari Haukssyni, söngvara Diktu. Hera Ólafsdóttir segir dómnefndina sem valdi lagið áfram í úrslit Söngvakeppninnar ekki þá sömu og þá sem mun hafa áhrif á úrslitin næstkomandi laugardagskvöldi. Þá segir Hera nöfn þeirra sem skipa þessa dómnefnd ekki fást uppgefin.„Ætlum að halda því fyrir okkur“ „Það hefur ekki verið gert áður og við ætlum að halda því fyrir okkur,“ segir Hera. Í fyrra átti Karl Olgeir lagið Lífið kviknar á ný í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Lagið var ekki valið af almenningi í símakosningu í undankeppninni en komst inn í úrslit Söngvakeppninnar fyrir tilstilli dómnefndar. Á úrslitakvöldinu fór lagið í tveggja laga einvígi við lag Pollapönkara, Enga fordóma, þar sem þau kepptu um að verða framlag Íslendinga í Eurovision árið 2014. Þessi tvö lög voru valin í einvígið af áhorfendum með símakosningu og sérstakri dómnefnd. Í einvíginu sjálfu var aðeins tekið mið af símakosningu áhorfenda og fór það svo að Pollapönkarar stóðu uppi sem sigurvegarar.María Ólafsdóttir mun flytja lagið Lítil skref í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Dómnefndin á úrslitakvöldinu í fyrra fékkst ekki uppgefin en í ár verða nöfnin gefin upp. Er það í ætt við Eurovision sem opinberar nöfn dómnefndarmanna frá hverju landi. Hera tekur fram að þeir sem skipuðu leynidómnefndina, sem hafði áhrif á hvaða lag sem ekki komst áfram í símakosningu færi áfram í úrslitaþáttinn síðastliðið laugardagskvöld, tilheyri ekki sérstakri valnefnd sem velur lögin inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Eurovision Tengdar fréttir Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37 Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Elín Sif, Frikki Dór og Björn Jörundur í úrslit Þrjú lög eru komin áfram í úrslit í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 31. janúar 2015 21:37