Jórdanía dregur sig ekki til hlés Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Abdullah II, konungur Jórdaníu, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Tveir fangar sem tengdust hryðjuverkasamtökum voru teknir af lífi í Jórdaníu í nótt. Með því vilja yfirvöld í landinu hefna fyrir hrottalegt morð á flugmanni þeirra, sem var brenndur lifandi. Íslamska ríkið birti í gær myndband af morðinu. Dauði Mu‘ath Al-Kassasbeh vakti mikla reiði í Jórdaníu og hefur aftakan verið fordæmd um allan heim. „Blóð Mu‘ath er blóð þjóðarinnar,“ hefur Sky News eftir föður flugmannsins. „Þjóðin þarf að hefna hans og ég kalla eftir því að enginn úr Ísmaska ríkinu verði skilin eftir lifandi. Ég kalla eftir hefnd með því að taka fanga af lífi og að samtökunum verði eytt.“ ISIS hafði áður boðist til að leysa tvö gísla samtakanna, japanska fréttamanninn Kenji Goto og Mu‘ath Al-Kassasbeh, fyrir Sajida al-Rishawi. Hún var dæmd fyrir aðild sína að hryðjuverkaárás í Jórdaníu árið 2012, þegar 60 manns létu lífið. Eiginmaður hennar sprengdi sig í loft upp á hóteli í Amman, höfuðborg Jórdaínu. al-Rishawi ætlaði einnig að sprengja sig upp en sprengjuvesti hennar virkaði ekki.Sajida al-RishawiVísir/AFPJórdanía hafði samþykkt skilmála ISIS, en þeir vildu fá það staðfest að Mu‘ath væri á lífi áður en fangaskiptin færu fram. AP fréttaveitan segir frá því að mögulegt sé að Mu‘ath hafi verið myrtur fyrir allt að mánuði síðan. Al-Rishawi var hengd í nótt, ásamt Ziad al-Karbouli. Þau tvö voru bæði frá Írak og tengdust al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Jórdanía tekur þátt í loftárásum gegn ISIS, en Mu‘ath var fyrsti flugmaður bandalagsins gegn ISIS sem lætur lífið. Konungur Jórdaníu, Abdullah II, hitti Barack Obama, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í gær. Eftir fund þeirra sögðu þeir að morðið myndi einungis auka staðfestu alþjóðasamfélagsins í að brjóta ISIS á bak aftur.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37 Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59 Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11 Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37 ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Segir helming leiðtoga ISIS hafa verið fellda John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir loftárásir hafa stöðvað framgang vígamanna. 22. janúar 2015 18:37
Kúrdar ná Kobane aftur úr höndum ISIS-liða Átök hafa staðið um borgina milli Kúrda og liðsmanna ISIS í fjóra mánuði. 26. janúar 2015 15:59
Japanskur gísl tekinn af lífi Myndband sem sýnir aftöku Kenji Goto hefur verið birt á netinu. 31. janúar 2015 21:11
Fór til Sýrlands til að bjarga vini sínum úr haldi ISIS Kenji Goto, tókst ekki að bjarga Haruna Yukawa og lenti þess í stað sjálfur í haldi Íslamska ríkisins. 21. janúar 2015 18:37
ISIS-liðar brenndu flugmanninn lifandi Í nýju myndbandi frá samtökunum sést hvernig flugmaðurinn Mu'ath Al-Kasaesbeh frá Jórdaníu var brenndur í búri. 3. febrúar 2015 17:15