Íslendingar vinna ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2015 16:34 DAS-bandið hefur verið starfrækt í fimmtán ár og vekur alltaf mikla lukku þegar það leikur fyrir dansi á Hrafnistu. Vísir/Pjetur Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“ Eurovision Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Það var heldur betur fjör á Hrafnistu í Reykjavík í dag þar sem DAS-hljómsveitin lék fyrir dansi á Öskudagsballi. Um margra ára hefð er að ræða og mæta margir íbúar Hrafnistu með höfuðföt á ballið en færst hefur í vöxt að starfsfólkið klæði sig í búninga eins og meðfylgjandi myndir sína. DAS-bandið fagnar fimmtán ára starfsafmæli í ár en forsprakki þess er Böðvar Guðmundsson. Hann skipaði bandið ásamt Kristjáni Þorkelssyni í upphafi þar sem Böðvar lék á harmonikku og Kristján sló taktinn á trommusett. Síðan hafa bæst við bandið bæði heimilismenn og gamlir kunningjar Böðvars sem áður voru í hljómsveitum.Spila í hverri viku „Síðasta föstudag vorum við fimmtán sem spiluðum saman en í dag vorum við bara fjórir af praktískum ástæðum,“ segir Böðvar en flestir úr DAS-bandinu eru íbúar Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar leika þeir fyrir dansi á hverjum föstudegi en á fimm til sex vinka fresti á Hrafnistu í Reykjavík við góðar undirtekir. Tónlistin sem þeir leika er aðallega frá sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. „Þetta er bara þessi gamla tónlist sem var á böllunum sem þessi kynslóð sem býr inni á Hrafnistu í dag þekkir og man eftir. Hún var vinsæl í kringum 50 og 60. Það er það sem við spilum mest. Svo höfum við reynt að tína inn eitt og eitt nýtt,“ segir Böðvar og tekur sem dæmi lag Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem var valið Óskalag þjóðarinnar í samnefndum þáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu síðastliðið haust. „Það verður að fylgja með.“Komast ekki inn í Söngvakeppnina En DAS-bandið er ekki aðeins með hugann við dansleiki á Hrafnistu. Það á sér stærri drauma og einn þeirra er að verða fulltrúi Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Hugmyndin kviknaði árið 2012 þegar ömmurnar frá Buranovo höfnuðu í öðru sæti í Eurovision fyrir hönd Rússlands og hefur sú saga gengið á Hrafnistu að Íslendingar munu ekki hrósa sigri í keppninni fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tvisvar sent inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins en því miður náði þetta ekki eyrum dómnefndar. En við höfum bara fyrst og fremst voða gaman að þessu og þetta er nú í gríni gert,“ segir Böðvar sem segist styðja þá kenningu að Íslendingar vinni ekki Eurovision fyrr en DAS-bandið kemst þangað. „Við höfum tröllatrú á okkur það er ekki það.“
Eurovision Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira