„Talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. febrúar 2015 15:40 „Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir. Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
„Þetta virðist alltaf þurfa að gerast um leið og eitthvað er í gangi. Óskalögin fengu sinn skerf af væli og þetta er árlegt um leið og Eurovision hefst,“ segir söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir. Hún söng lagið Piltur og stúlka ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Pétri Erni Guðmundssyni og Hafrúnu Kolbeinsdóttur í undankeppni Eurovision. Unnur birtir á Facebook síðu sinni stöðuppfærslu þar sem hún tjáir sig um þá umræðu sem henni finnst alltaf þurfa að fara í gang í hvert einasta skipti þegar eitthvað á borð við undankeppnina er í gangi.Sjá einnig: Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar „Ég hef enn ekki séð neitt ljótt um mig en fólkið sem stóð að þessu fékk sinn skerf af ógeði. Það er í raun ótrúlegt hvernig er talað um fólk. Þetta eru allt persónur með vini og fjölskyldu á bak við sig.“ Hún segir að á úrslitadaginn sjálfan hafi hún og Pétur Örn verið að ræða þetta og Pétur hafi sagt að hann ætlaði ekki að skoða Facebook fyrr en eftir nokkra daga. Hann nennti ekki að lesa allt sem stæði þar. „Það er talað um fólk eins og það sé raðmorðingjar en ekki tónlistarfólk að vinna vinnuna sína. Ég átta mig ekki á því hvað fær fólk til að tala svona. Ég viðurkenni að ég hef skoðanir og ég gagnrýni en ég passa mig upp á að aflífa aldrei nokkurn mann.“ Hún bendir á að fólk geri þetta þegar um er að ræða frægt fólk erlendis frá. Þar sé svo mikil fjarlægð á milli að fólk komist upp með það. Hér sé fjarlægðinni hins vegar ekki til að dreifa. „Margir virðast halda að úr því að við séum í sjónvarpinu þá séum við í einhverri annarri vídd. Staðreyndin er sú að við erum bara í Háskólabíói og það eru meira að segja miklar líkur á að við mætum hvort öðru í Bónus daginn eftir.“ „Það er í lagi að finnast lag vera lélegt eða annað lag betra en fólk má endilega spyrja sig að því hvort það myndi láta þessi orð falla sæi það flytjandann úti á götu. Ég meina, myndirðu segja við einhvern bláókunnugan að þig langi að skjóta þig í hvert skipti sem þú sérð hann?“ Post by Unnur Birna Björnsdóttir.
Eurovision Tengdar fréttir Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01 Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30 Björn blikkaði áhorfendur í beinni Ýmislegt komið fram í Söngvakeppninni 14. febrúar 2015 20:27 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Tónlistarfólk í grínsamskiptum á Facebook Pétur Örn Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir hafa skemmtilegan húmor og gera létt myndbandagrín að tónlistarbransanum á Facebook. 26. apríl 2014 00:01
Björn Jör í JÖR í "Jöróvísjón“ "Góð jakkaföt auka líkurnar á að manni líði vel á sviðinu í Jöróvísjón.“ 29. janúar 2015 08:30