Svigi lauk á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í gær, en keppt er í Vail í Bandaríkjunum. María Guðmundsdóttir stóð sig best íslenskra keppenda.
María lenti í 36. sæti. Fyrri ferðina fór hún á 55;78, en þá síðari 52;62. Næst kom Helga María Vilhjálmsdóttir í 42. sæti á 57;60 og 53;92.
Erla Ásgeirsdóttir var svo í því 45., en hún skíðaði á 57;87 og 55;06. Freydís Halla Einarsdóttir komst ekki í síðari umferðina, en einungis sextíu efstu tóku aftur svig.
Mikaela Shriffrin frá Bandaríkjunum vann, en hún fór á tímanum 50;07 og 48;41.
María stóð sig best í Vail

Tengdar fréttir

Ef eitthvað er þá líður dóttir mín fyrir að ég sé í því sæti sem ég er
Einar Þór Bjarnason, formaður Skíðasambands Íslands, segir sambandið starfa með hagsmuni allra sinna keppenda í huga.

Hef lagt líf mitt og sál í að búa til besta skíðamann sem Ísland hefur átt
Faðir einnar bestu skíðakonu landsins er vægast sagt ósáttur við Skíðasambandið og landsliðsþjálfarann sem hann segir halda aftur af frama dóttur sinnar. Faðirinn segir sambandið vinna viljandi gegn dóttur hans og vill láta reka landsliðsþjálfarann.