Eyþór Rúnarsson meistarakokkur var með dásamlega flatböku í þættinum sínum Eldhúsið hans Eyþórs í gærkvöldi. Hér kemur uppskriftin.
Flatbaka með tómatpestó, bökuðu eggaldin, hægeldaðri kjúklingabringu eða hráskinku
Tómatpestó
100 ml ólífuolía
50 gr tómatpurré
50 gr ristaðar kasjúhnetur
35 gr rifinn parmesan ostur
½ búnt graslaukur
Sjávarsalt
Setjið allt hráefnið saman í blender eða matvinnsluvél og vinnið vel saman, smakkið til með saltinu.
Flatbökubotn
250 gr spelt
50 gr sólblómafræ
50 gr graskersfræ
50 heslihnetuflögur
1 tsk lyftiduft
2 tsk oregano
1 tsk sjávarsalt
3 msk ólífuolía
180-200 ml vatn
Blandið þurrefnunum saman í hrærivélaskál, bætið olíunni út í og hellið vatninu rólega saman við í lokin. Skiptið deiginu upp í 4 hluta og gerið úr því 4 flatbökur. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir og inn í 200 gráðu heitan ofninn í 7 mín. Takið botninn út og látið hann standa og kólna í 10 mín.
Meðlæti á flatböku
1 stk eggaldin
1 msk paprikuduft
1 msk hvítlauksduft
1 askja konfekt tómatar
1 msk hvítlauksolía
4 msk niðursoðið balsamic edik
1 poki klettasalat
2 msk ristaðar heslihnetuflögur
12 stk pikklaðir perlulaukar
kjúklingur og hráskinka
4 msk rifinn parmesan ostur
ólífuolía
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Skerið eggaldinið í ca. 20 bita og setjið í skál með ólífuolíunni, paprikuduftinu og hvítlausduftinu og blandið vel saman. Setjið á bökunarplötu og inn í 210 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín eða þar til eggaldinið er orðið stökkt að utan. Skerið konfekt tómatana í fernt og setjið í skál með balsamic edikinu og hvítlauksolíunni og kryddið með saltinu og piparnum. Smyrjið pestóinu yfir botninn, raðið svo öllu hráefninu saman á bökuna og rífið ferskan parmesan yfir.
Hægelduð kjúklingabringa í tómat-hvítlauk og oregano
2 stk kjúklingabringa
1 flaska himneskt tómat passata
1 hvítlauksgeiri
1 msk origano
1 msk sjávarsalt
1 msk grænmeti þurrkraftur
Sjávarsalt
Svartur pipar úr kvörn
Setjið allt hráefnið nema kjúklingabringurnar í pott og sjóðið saman í 20 mín. Maukið síðan með töfrasprota og smakkið til með saltinu og piparnum. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og hellið sósunni yfir. Setjið inn í 180 gráðu heitan ofninn í 20-25 mín. eða þar til bringurnar hafa náð 74 gráðum í kjarnhita.
Flatbaka með tómatpestó, bökuðu eggaldin, hægeldaðri kjúklingabringu eða hráskinku

Tengdar fréttir

Laxatartar með estragonsósu
Eyþór Rúnarsson, meistarakokkur, töfrar hérna fram frábæran laxatartar sem tilvalin er í jólaboðið.

Kjúklingalundir í harissa með kínóa og jógúrt dressingu
Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson bjó til girnilegar Kjúklingalundir í harissa með kínóa og jógúrt dressingu í þætti sínum Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2.

Pekanhnetu- og kökudeigsískaka
Eyþór Rúnarsson gefur uppskrift af hinni fullkomnu ísköku

Svona gerirðu graflax
Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er með uppskrift af hinum fullkomna grafna laxi með graflaxsósu sem svíkur engan.

Hægelduð kalkúnabringa með salvíu- og steinseljuhjúp
Eyþór Rúnarsson eldar hina fullkomnu kalkúnabringu ásamt hinu fullkomna meðlæti og sósu.

Grillað grasker, smámaís og paprika með möndluolíu
Í síðast þætti í Eldhúsinu hans Eyþórs á Stöð 2 bjó hann til dásamlegt salat sem á við hvort sem er að sumri eða vetri til.

Humarsalat á smjördeigsbotni með grilluðum aspas og sítrónu
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson bjó til þetta girnilega humarsalat í þættinum Eldhúsið hans Eyþórs í gærkvöldi. Rétturinn er tilvalinn um hátíðarnar.

Ómótstæðilegt kartöflusalat
Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson fór á kostum í sjónvarpsþættinum Eldhúsið hans Eyþórs á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann reiðir fram hvern grinilegan réttinn á eftir öðrum. Hérna er hann með ómótstæðilegt kartöflusalat sem hægt er að bera fram allan ársins hring.

Lambafille í kartöfluhjúp með kremuðum sveppum og blaðlauk
Eyþór Rúnarsson er hér með uppskrift af ótrúlega safaríku lambakjöti með stökkum kartöfluhjúp sem gjörsamlega ómögulegt er að standast.

Sveppahjúpað hátíðarhreindýr
Hreindýr er hátíðlegur matur. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur er hér með frábæra uppskrift af hreindýralund sem hjúpuð er sveppum, kremaðri sveppasósu og graskers-,peru- og gráðaostasalati

5 krydda gulrótarkaka með kanill lime rjómaostakremi
Ertu búin að bíða í ofvæni eftir þessari uppskrift úr Eldhúsinu hans Eyþórs? Hér er hún komin.

Ómótstæðileg epla- og brómberjabaka
Eftirréttirnir eru rúsínan í pylsuendanum á jólaborðinu. Eyþór Rúnarsson, sjónvarpskokkur töfraði fram þessa ómótstæðilegu epla- og brómberjaböku sem allir geta leikið eftir

Sætkartöflusæla með pistasíum og trönuberjum
Kartöflur eru eitt vinsælasta hráefnið á Íslandi og hægt að nota á marga vegu. Hérna er meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson búinn að búa til uppskrift af sætkartöfluköku sem svíkur engan.

Jólaöndin hans Eyþórs
Eyþór Rúnarsson, matreiðslumeistari og þáttastjórnandi Eldhússins hans Eyþórs á Stöð 2 bjó til ómótstæðilega heilsteikta önd með sveppa og trönuberjafyllingu ásamt ljúffengri sósu og kartöflum í hátíðarbúning.

Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti
Eyþór Rúnarsson sjónvarpskokkur færir áhorfendum rétta jólaandann heim í stofu með girnilegum hátíðaruppskriftum. Hér gefur hann lesendum Lífsins uppskrift að rjúpu sem tilvalin er sem forréttur á hátíðarhlaðborðið.