Kallar Sölku Sól Séð og Heyrt stúlku: "Hún veit ekkert hvað viðtal er" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 11:41 Eiríkur segir að Salka Sól hafi ekki verið í viðtali í Séð og Heyrt, bara prýtt forsíðuna. Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól. Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Eiríkur Jónsson, ritsstjóri Séð og Heyrt kallaði Sölku Sól Eyfeld, sjónvarpsstjörnu og söngkonu Amabadama, Séð og Heyrt stúlku í útvapsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Þar var Eiríkur mættur til þess að ræða fréttir vikunnar og fór sérstaklega yfir deilumál sitt og Sölku Sólar, sem var ósátt við að vera á forsíðu Séð og Heyrt þegar hún hafði neitað blaðinu um viðtal. „Salka Sól er manneskja sem skýtur upp kollinum. Hún er dægurstjarna. Hún er á flatskjánum heima að minnsta kosti fjórum sinnum hvert kvöld að rappa Eurovision-texta. Og ég náttúrulega segi, hvað er þetta eiginlega. Það er allt í lagi að sjá þetta einu sinni. Ég er búinn sjá þetta sautján sinnum. Hvað er hún að rappa þetta ennþá? Hún er dáldið góð og ég segi, þetta er nú einhver stjarna, þetta er einhver Séð og Heyrt stúlka.“ Eiríkur segist hafa beðið blaðamann Séð og Heyrt að hringja í Sölku Sól og biðja um myndir af henni. Salka Sól baðst undan viðtali og umfjöllun í blaðinu því henni fannst hún svo mikið í umræðunni. Eiríkur tók þá fram fyrir hendurnar á blaðamanninum sem hringdi í Sölku Sól og talaði sjálfur við hana. Eiríkur spurði hana út í ættartengsl hennar og Péturs Eyfeld, sem rekur verslunina P. Eyfeld og selur stúdentshúfur í Kópavogi, áður á Laugarvegi. Eiríkur segir frá því að hann hafi tekið viðtal við Pétur og hafi viljað tengja Sölku Sól við greinina, „af því að hún er af stúdentshúfuættinni," segir Eiríkur.Sjá einnig: Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Hann er ósáttur með bakmola á baksíðu Fréttablaðsins í morgun, þar sem sagt er frá því að Salka Sól hafi sagst vera göbbuð í viðtal í Séð og Heyrt. „Ég var ekkert að plata hana í viðtal," segir Eiríkur og bætir við: „Þetta er ekkert viðtal við hana." Hann viðurkennir þó síðar í Bítinu að Salka hafi vissulega svarað spurningum um ættartengsl sín og Péturs Eyfeld verslunarrekanda. Þegar Eiríki er bent á að Salka Sól prýði forsíðuna og að hann hafi notað mynd af henni við frétt um frænda hennar segir hann: „Þetta er konan sem er inni í stofunni hjá okkur öllum, öll kvöld. Fréttin er um það. Hún ræður ekki hvort það sé skrifuð frétt um hana. Hún ræður hvort hún sé í viðtali. Þetta er ekki viðtal við hana. Hún veit ekki hvað viðtal er."Sjá einnig:Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur gagnrýnir Fréttablaðið að hafa ekki haft staðreynir á hreinu þegar rætt var við Sölku Sól, en viðurkennir samt að haft hafi verið eftir henni í blaðinu, eftir að hún hafi neitað að ræða við Séð og Heyrt. Hér að neðan má hlusta á innslagið úr Bítinu þar sem Eiríkur Jónsson ræðir fréttir vikunnar og þar á meðal Sölku Sól.
Eurovision Tengdar fréttir Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10 Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Salka Sól ekki sátt við Eirík: „Mér fannst þetta nú frekar lélegt" Söngkonan Salka Sól segist hafa verið göbbuð í viðtal við Séð og heyrt 13. febrúar 2015 10:10
Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Eiríkur Jónsson brýtur blað í fjölmiðlasögunni og birtir leiðréttingu á forsíðu Séð og heyrt. 22. janúar 2015 15:52