Rapparinn 50 Cent hefur ekki trú á því að Floyd Mayweather og Manny Pacquiao muni mætast í hringnum.
Samningaviðræður eru í gangi um að fá kappana loksins í hringinn en þær viðræður eru ekki fullkláraðar og því alls óvíst hvort þeir mætist yfir höfuð.
„Mayweather er skíthræddur við Pacquiao. Þess vegna verður ekkert af þessum bardaga," sagði rapparinn kjaftfori.
Það þarf reyndar ekkert að koma á óvart að Fitty sendi Mayweather sneiðar en það er ekki gott á milli þeirra og skotin hafa gengið á milli síðustu tvö ár.
Mayweather er skíthræddur við Pacquiao

Tengdar fréttir

Búið að semja við Pacquiao og beðið eftir Mayweather
Stórt skref var stigið í átt að risabardaga Manny Pacquiao og Floyd Mayweather eftir að Pacquiao náði samningum um bardagann.